Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 10:46 Skipið mun sigla til og frá Þorlákshöfn. Vísir/vilhelm Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina. Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017. Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017.
Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17