Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Fjórir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið kærðir vegna meðferðar barns við skólann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44