Héraðsdómur hafnaði nauðasamningi Gray Line Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 12:08 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray Line Stöð 2/ Egill Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári. „Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
„Auðvitað er þessi niðurstaða vonbrigði en í raun og veru getur maður ekki annað sagt en að þetta er rétt hjá dómaranum, það hefði mátt gera þennan samning betur og við munum bara bæta úr því,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line á Íslandi, í samtali við fréttastofu. Félagið hyggist greiða umræddar kröfur. Niðurstaðan hafi ekki mikil áhrif á áætlanir félagsins Ellefu félög mótmæltu nauðasamningnum en þeirra á meðal voru Laugarvatn Fontana, N1, Isavia og samkeppnisaðilarnir Hópbílar, Airport Direct og Reykjavík Sightseeing. Þórir segir að héraðsdómur hafi ekki tekið undir málaleitan fyrirtækjanna en talið að samningur um breytt fyrirkomulag á sölu og markaðsmálum Gray Line væri haldinn ágöllum sem gæti skert rétt kröfuhafa. Taldi dómari því rétt að hafna staðfestingu nauðasamningsfrumvarpsins en féllst í öllum atriðum á túlkun félagsins um meðferð krafna á hendur því. Hyggst rekstrarfélag Gray Line áfrýja málinu til Landsréttar og bæta úr þeim ágöllum sem héraðsdómur bendir á í viðkomandi samningum milli félaganna. „Þetta er ekki stórmál í okkar augum og það er betra að fá svona ábendingu í héraðsdómi en í Landsrétti,“ segir Þórir. Félagið verður áfram í greiðsluskjóli þar til dómur fellur í Landsrétti og starfsemi með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Heimild þess til fjárhagslegrar endurskipulagningar rann út í júní síðastliðnum og var þá lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Vilja endurreisa félagið á næstu þremur árum Í greinargerð með frumvarpinu segjast stjórnendur stefna á að endurreisa félagið á næstu þremur árum og efna nauðasamninginn á því tímabili. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Fram kom í tilkynningu frá félaginu í júní að það hafi verið eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu eftir að faraldurinn skall á og að tekjur þess hafi fallið um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins sagði að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota sumarið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37 Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Gray Line áætlar endurreisn Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. 24. júní 2021 13:37
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent