Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:13 Britney segir móður sína hafa skipulagt forræðistökuna fyrir þrettán árum síðan. Getty/Jim Smeal Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Britney birti færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún sagði móður sína, Lynne Spears, ábyrga fyrir sjálfræðismissi sínum. Það hafi verið hennar hugmynd að svipta Britney sjálfræðinu. „Það sem fólk veit ekki er að mamma mín gaf honum hugmyndina,“ skrifaði stjarnan og vísar til föður síns, Jamie Spears, sem hefur farið fyrir forræðismálum dóttur sinnar. „Ég mun aldrei fá þessi ár aftur... hún eyðilagði líf mitt í leyni.“ „Þú veist nákvæmlega hvað þú gerðir. Pabbi minn er ekki nógu klár til að detta í hug að taka af mér sjálfræðið en í kvöld mun ég brosa vitandi það að nýtt líf bíður mín.“ Svo virðist sem Britney hafi birt færsluna í ljósi þess að faðir hennar óskaði eftir því við dómstóla í Kaliforníu að forræðið yfir Britney yrði fellt niður strax. Deilur milli feðginanna hafa staðið yfir í nokkur ár vegna málsins en náðu hápunkti í sumar þegar Jamie tilkynnti að hann myndi segja sig frá forræðismálum dóttur sinnar. Yfirleitt þegar einhverjum er veitt forræði yfir fullorðinni manneskju er það vegna þess að hún er ófær um að fara með mál sín og taka ákvarðanir, eins og þeir sem glíma við geðsjúkdóma eða elliglöp. Sjaldheyrt er að fólk fari með forræði yfir öðrum fullorðnum í svo langan tíma. „Málið er að fyrir þrettán árum var nauðsynlegt að Britney missti sjálfræðið til að vernda hana, í öllum skilningi orðsins. Líf hennar var í rúst og hún var í líkamlegum, andlegum, tilfinningalegum og fjárhagslegum vandræðum,“ er haft eftir lögmönnum Jamie í dómsskjölum sem breska ríkisútvarpið hefur undir höndum. „Með forræðinu hefur Britney náð að snúa lífi sínu við. Markmiðinu hefur verið náð og nú er kominn tími til að Britney taki aftur ábyrgð á eigin lífi.“ Í færslunni nefndi Britney einnig fyrrverandi viðskiptaráðgjafa sinn Lou Taylor sem þátttakanda í ráðabruggi móður sinnar. Hvorki Taylor né Lynne hafa svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14 Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55 Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. 5. október 2021 15:14
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. 30. september 2021 06:55
Britney lokar Instagram-reikningi sínum Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur ákveðið að slökkva á Instagram-reikningi sínum. 15. september 2021 09:01