Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 19:39 Verktakar á Keflavíkurflugvelli hafa unnið þrotlaust að undirvinnu síðan í sumar. Nú hefur verið mokað burt tæpum 50 þúsumd rúmmetrum af jarðvegi. Vísir/Vilhelm Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“ Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira