Fékk rautt spjald fyrir að skamma eigin leikmann Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 16:00 Manuel Mosquera segist ekki sjá eftir því hvernig hann lét við einn af leikmönnum sínum, þó að dómarinn hafi sýnt honum rauða spjaldið. Getty Knattspyrnuþjálfari á Spáni missti stjórn á skapi sínu og húðskammaði einn af leikmönnum sínum svo illa að þjálfarinn fékk að líta rauða spjaldið. Þetta kemur fram í skýrslu dómara leiks Extremadura og Internacional de Madrid í spænsku C-deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 tapi Extremadura en í uppbótartíma var þjálfari liðsins, Manuel Mosquera, orðinn foxillur og lét framherjann Musa Drammeh, sem hann hafði áður skipt af velli, heyra það. Mosquera, sem sjálfur á markametið í sögu Extremadura, greip í treyju framherjans og öskraði, í lauslegri og svolítið mildri þýðingu: „Finndu þér annað félag til að spila fyrir, fjandinn hafi það.“ Samkvæmt spænska blaðinu Marca þurfti samherji Drammeh að sjá til þess að þjálfarinn losaði takið á treyjunni. Dómarinn kom svo og gaf Mosquera rauða spjaldið og vitnaði til orða þjálfarans í skýrslu um atvikið. „Sé ekki eftir því sem gerðist“ Mosquera hafði hins vegar róast mjög þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og útskýrði sitt mál: „Ég var harður við Musa en ég móðgaði hann ekki. Ég vil meina að við þurfum að nálgast leikinn með öðrum hætti þegar við komum út á völlinn og ég vil að menn sýni lágmarksvilja til að leggja sig alla fram. Mér fannst eins og Musa vildi ekki spila. Hann verður að læra. Svona haga ég mér ekki venjulega en eitthvað varð að gerast. Ég sé ekki eftir því sem gerðist. Ég hefði getað gert hlutina öðruvísi en ég sé ekki eftir því,“ sagði Mosquera. Extremadura hefur aðeins fengið 12 stig eftir ellefu fyrstu leiki sína og er í fallbaráttu. Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu dómara leiks Extremadura og Internacional de Madrid í spænsku C-deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 tapi Extremadura en í uppbótartíma var þjálfari liðsins, Manuel Mosquera, orðinn foxillur og lét framherjann Musa Drammeh, sem hann hafði áður skipt af velli, heyra það. Mosquera, sem sjálfur á markametið í sögu Extremadura, greip í treyju framherjans og öskraði, í lauslegri og svolítið mildri þýðingu: „Finndu þér annað félag til að spila fyrir, fjandinn hafi það.“ Samkvæmt spænska blaðinu Marca þurfti samherji Drammeh að sjá til þess að þjálfarinn losaði takið á treyjunni. Dómarinn kom svo og gaf Mosquera rauða spjaldið og vitnaði til orða þjálfarans í skýrslu um atvikið. „Sé ekki eftir því sem gerðist“ Mosquera hafði hins vegar róast mjög þegar hann mætti á blaðamannafund eftir leik og útskýrði sitt mál: „Ég var harður við Musa en ég móðgaði hann ekki. Ég vil meina að við þurfum að nálgast leikinn með öðrum hætti þegar við komum út á völlinn og ég vil að menn sýni lágmarksvilja til að leggja sig alla fram. Mér fannst eins og Musa vildi ekki spila. Hann verður að læra. Svona haga ég mér ekki venjulega en eitthvað varð að gerast. Ég sé ekki eftir því sem gerðist. Ég hefði getað gert hlutina öðruvísi en ég sé ekki eftir því,“ sagði Mosquera. Extremadura hefur aðeins fengið 12 stig eftir ellefu fyrstu leiki sína og er í fallbaráttu.
Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Sjá meira