Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 13:01 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir líklegt að draga muni úr eftirspurn eftir vörum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira