Pippen heldur áfram að dissa Jordan: „Flensa? Í alvöru“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 13:19 Michael Jordan og Scottie Pippen mynduðu eitt besta tvíeyki í sögu NBA-deildarinnar. getty/Jo Scottie Pippen heldur áfram að skjóta á sinn gamla liðsfélaga, Michael Jordan, í nýlegu viðtali gerði hann lítið úr flensuleiknum svokallaða. Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira