Lakers menn stunda það að vinna í framlengingu þessa dagana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 07:31 Russell Westbrook sækir að körfunni í sigrinum á Miami Heat í nótt. AP/Ashley Landis Gömlu liðsfélagarnir Russell Westbrook og James Harden voru báðir með þrennu í sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni og lið Phoenix Suns hefur unnið sex leiki í röð. Kevin Durant skoraði 30 stig og James Harden var með 59. þrennuna á ferlinum þegar Brooklyn Nets vann 123-90 útisigur á Orlandi Magic. Durant hitti úr 11 af 12 skotum sínum í leiknum og Harden var með 17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Triple-double for The Beard.30 points on 11-12 shooting for KD.Nets rolling on League Pass https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/i0dCGnLUu8— NBA (@NBA) November 11, 2021 Fimm leikja sigurganga liðsins endaði á móti Chicago Bulls í leiknum á undan en stórstjörnurnar sáu til þess að liðið komst strax aftur á sigurbraut. LaMarcus Aldridge skoraði 21 stig en hjá Orlando var Terrence Ross stigahæstur með 17 stig. Russ clutch.PJ Tucker slam.Tie game on ESPN. Lakers ball. pic.twitter.com/heZQ6Y1R4K— NBA (@NBA) November 11, 2021 Russell Westbrook var með þrennu þegar Los Angeles Lakers vann Miami Heat í framlengdum leik, 120-117. Westbrook var komin með þrennu fyrir framlengingu en hann endaði með 25 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar. Þetta var annar sigur Lakers í röð og þeir hafa báðir komið í framlengingu. Lakers lék áfram án LeBron James en Malik Monk kom með 27 stig inn af bekknum og Anthony Davis var með 24 stig og 13 fráköst. Bam Adebayo skoraði 28 stig fyrir Miami auk þess að taka 10 fráköst og stela 6 boltum. Stephen Curry races down the floor at a sprint speed of 16.8 mph as tracked by #NBACourtOptix powered by Microsoft Azure to set up this lob to Gary Payton II! pic.twitter.com/T0yO3upxGZ— NBA (@NBA) November 11, 2021 Andrew Wiggins skoraði 35 stig og Stephen Curry var með 25 stig þegar Golfen State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni með 123-110 sigri á Minnesota Timberwolves. Kevon Looney var með 17 fráköst og 11 stig. Það dugði ekki Timberwolves liðinu að Anthony Edwards skoraði 48 stig í leiknum. Golden State hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í vetur. Phoenix Suns liðið er komið á mikið skrið eftir smá erfiðleika í byrjun tímabilsins og fagnaði sínum sjötta sigri í röð þegar liðið vann 119-109 heimasigur á Portland Trail Blazers. Frank Kaminsky setti nýtt persónulegt met með því að skora 31 stig en tók stöðu Deandre Ayton sem var meiddur. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir Phoenix sem hefur nú unnið sjö af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Damian Lillard skoraði 28 stig en það var ekki nóg því Portland liðið tapaði öðrum leiknum í röð og fimmta leiknum af síðustu sjö. CARUSO STEAL.LONZO FULL-COURT LASER.LAVINE 360.SHOWTIME IN CHICAGO pic.twitter.com/C8ViDSoMXG— NBA (@NBA) November 11, 2021 Zach LaVine skoraði 23 stig og Lonzo Ball setti niður sjö af fimmtán þriggja stiga körfum Chicago Bulls þegar liðið vann 117-107 sigur á Dallas Mavericks. Fimm leikmenn Bulls liðsins skoruðu yfir tíu stig og liðið vann sinn annan sigur í röð og þann áttunda í ellefu leikjum á tímabilinu. Kristaps Porzingis skoraði 22 stig fyrir Dallas og Luka Doncic var með 20 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. 9 straight from Pat Connaughton to put the game away for the @Bucks! @pconnaughton: 23 PTS, 9 REB, 7 3PM pic.twitter.com/7bf4NDfphU— NBA (@NBA) November 11, 2021 Pat Connaughton var maðurinn á bak við sigur meistara Milwaukee Bucks í Madison Square Garden í New York en hann setti niður þrjá þrista í lokin og endaði með 23 stig í 112-100 sigri Bucks. Bucks missti niður 24 stiga forskot í leiknum en tókst að landa sigrinum í lokin. Jrue Holiday skoraði 18 stig og Giannis Antetokounmpo var með 15 stig. 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá New York var Derrick Rose með 22 stig og 7 stoðsendingar. Kyle Kuzma's 4th three of the 4th quarter WINS IT for the @WashWizards! pic.twitter.com/T4MhNm71se— NBA (@NBA) November 11, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Miami Heat 120-117 (framlenging) Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 123-110 Orlando Magic - Brooklyn Nets 90-123 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 117-107 New York Knicks - Milwaukee Bucks 100-112 Boston Celtics - Toronto Raptors 104-88 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 119-109 Denver Nuggets - Indiana Pacers 101-98 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 136-117 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 100-108 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 108-118 Houston Rockets - Detroit Pistons 104-112 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 94-97 NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Kevin Durant skoraði 30 stig og James Harden var með 59. þrennuna á ferlinum þegar Brooklyn Nets vann 123-90 útisigur á Orlandi Magic. Durant hitti úr 11 af 12 skotum sínum í leiknum og Harden var með 17 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Triple-double for The Beard.30 points on 11-12 shooting for KD.Nets rolling on League Pass https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/i0dCGnLUu8— NBA (@NBA) November 11, 2021 Fimm leikja sigurganga liðsins endaði á móti Chicago Bulls í leiknum á undan en stórstjörnurnar sáu til þess að liðið komst strax aftur á sigurbraut. LaMarcus Aldridge skoraði 21 stig en hjá Orlando var Terrence Ross stigahæstur með 17 stig. Russ clutch.PJ Tucker slam.Tie game on ESPN. Lakers ball. pic.twitter.com/heZQ6Y1R4K— NBA (@NBA) November 11, 2021 Russell Westbrook var með þrennu þegar Los Angeles Lakers vann Miami Heat í framlengdum leik, 120-117. Westbrook var komin með þrennu fyrir framlengingu en hann endaði með 25 stig, 12 fráköst og 14 stoðsendingar. Þetta var annar sigur Lakers í röð og þeir hafa báðir komið í framlengingu. Lakers lék áfram án LeBron James en Malik Monk kom með 27 stig inn af bekknum og Anthony Davis var með 24 stig og 13 fráköst. Bam Adebayo skoraði 28 stig fyrir Miami auk þess að taka 10 fráköst og stela 6 boltum. Stephen Curry races down the floor at a sprint speed of 16.8 mph as tracked by #NBACourtOptix powered by Microsoft Azure to set up this lob to Gary Payton II! pic.twitter.com/T0yO3upxGZ— NBA (@NBA) November 11, 2021 Andrew Wiggins skoraði 35 stig og Stephen Curry var með 25 stig þegar Golfen State Warriors hélt áfram sigurgöngu sinni með 123-110 sigri á Minnesota Timberwolves. Kevon Looney var með 17 fráköst og 11 stig. Það dugði ekki Timberwolves liðinu að Anthony Edwards skoraði 48 stig í leiknum. Golden State hefur nú unnið tíu af ellefu leikjum sínum í vetur. Phoenix Suns liðið er komið á mikið skrið eftir smá erfiðleika í byrjun tímabilsins og fagnaði sínum sjötta sigri í röð þegar liðið vann 119-109 heimasigur á Portland Trail Blazers. Frank Kaminsky setti nýtt persónulegt met með því að skora 31 stig en tók stöðu Deandre Ayton sem var meiddur. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir Phoenix sem hefur nú unnið sjö af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Damian Lillard skoraði 28 stig en það var ekki nóg því Portland liðið tapaði öðrum leiknum í röð og fimmta leiknum af síðustu sjö. CARUSO STEAL.LONZO FULL-COURT LASER.LAVINE 360.SHOWTIME IN CHICAGO pic.twitter.com/C8ViDSoMXG— NBA (@NBA) November 11, 2021 Zach LaVine skoraði 23 stig og Lonzo Ball setti niður sjö af fimmtán þriggja stiga körfum Chicago Bulls þegar liðið vann 117-107 sigur á Dallas Mavericks. Fimm leikmenn Bulls liðsins skoruðu yfir tíu stig og liðið vann sinn annan sigur í röð og þann áttunda í ellefu leikjum á tímabilinu. Kristaps Porzingis skoraði 22 stig fyrir Dallas og Luka Doncic var með 20 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. 9 straight from Pat Connaughton to put the game away for the @Bucks! @pconnaughton: 23 PTS, 9 REB, 7 3PM pic.twitter.com/7bf4NDfphU— NBA (@NBA) November 11, 2021 Pat Connaughton var maðurinn á bak við sigur meistara Milwaukee Bucks í Madison Square Garden í New York en hann setti niður þrjá þrista í lokin og endaði með 23 stig í 112-100 sigri Bucks. Bucks missti niður 24 stiga forskot í leiknum en tókst að landa sigrinum í lokin. Jrue Holiday skoraði 18 stig og Giannis Antetokounmpo var með 15 stig. 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá New York var Derrick Rose með 22 stig og 7 stoðsendingar. Kyle Kuzma's 4th three of the 4th quarter WINS IT for the @WashWizards! pic.twitter.com/T4MhNm71se— NBA (@NBA) November 11, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Miami Heat 120-117 (framlenging) Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 123-110 Orlando Magic - Brooklyn Nets 90-123 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 117-107 New York Knicks - Milwaukee Bucks 100-112 Boston Celtics - Toronto Raptors 104-88 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 119-109 Denver Nuggets - Indiana Pacers 101-98 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 136-117 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 100-108 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 108-118 Houston Rockets - Detroit Pistons 104-112 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 94-97
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Miami Heat 120-117 (framlenging) Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 123-110 Orlando Magic - Brooklyn Nets 90-123 Chicago Bulls - Dallas Mavericks 117-107 New York Knicks - Milwaukee Bucks 100-112 Boston Celtics - Toronto Raptors 104-88 Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 119-109 Denver Nuggets - Indiana Pacers 101-98 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 136-117 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 100-108 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 108-118 Houston Rockets - Detroit Pistons 104-112 Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 94-97
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira