Curry glansaði í stórleiknum á meðan Durant átti sinn versta leik í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2021 08:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru með besta árangur allra liða í NBA-deildinni. getty/Sarah Stier Stephen Curry skoraði 37 stig þegar Golden State Warriors vann öruggan sigur á Brooklyn Nets, 99-117, í stórleik næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tap fyrir Charlotte í síðasta leik sínum komst Golden State aftur á sigurbraut í Brooklyn í gær og sýndi styrk sinn. Stríðsmennirnir hafa unnið tólf af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu og eru á toppi Vesturdeildarinnar. The Western Conference Player of the Week was at it again 37 PTS, and 9 3PM for @StephenCurry30 in the @warriors road win! pic.twitter.com/ufUhQyj6vu— NBA (@NBA) November 17, 2021 Kevin Durant náði sér ekki á strik gegn sínu gamla liði og skoraði aðeins nítján stig fyrir Brooklyn og var með slaka skotnýtingu. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann skorar minna en tuttugu stig í leik. James Harden var stigahæstur hjá Brooklyn með 24 stig. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Utah Jazz átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Philadelphia 76ers að velli, 120-85. Bojan Bogdanovic skoraði 27 stig fyrir Utah og Jordan Clarkson tuttugu. Donovan Mitchell gets to the hoop on TNT!@utahjazz lead the 76ers in Q2. pic.twitter.com/glw8TATQtz— NBA (@NBA) November 17, 2021 Shake Milton skoraði átján stig fyrir Philadelphia sem er enn án Joels Embiid sem greindist með kórónuveiruna á dögunum. Philadelphia hefur tapað fimm leikjum í röð og er komið niður í 8. sæti Austurdeildarinnar. Paul George hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skoraði 34 stig og tók níu fráköst á aðeins 34 mínútum þegar Los Angeles Clippers sigraði San Antonio Spurs, 106-92, á heimavelli. Reggie Jackson bætti 21 stigi fyrir Clippers. Dejounte Murray skoraði 26 stig fyrir San Antonio, tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar. 34 PTS in 34 minutes @Yg_Trece leads the charge for the @LAClippers in their win! pic.twitter.com/6JLuSu6aZt— NBA (@NBA) November 17, 2021 Úrslitin í nótt Brooklyn 99-117 Golden State Utah 120-85 Philadelphia LA Clippers 106-92 San Antonio NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Eftir tap fyrir Charlotte í síðasta leik sínum komst Golden State aftur á sigurbraut í Brooklyn í gær og sýndi styrk sinn. Stríðsmennirnir hafa unnið tólf af fyrstu fjórtán leikjum sínum á tímabilinu og eru á toppi Vesturdeildarinnar. The Western Conference Player of the Week was at it again 37 PTS, and 9 3PM for @StephenCurry30 in the @warriors road win! pic.twitter.com/ufUhQyj6vu— NBA (@NBA) November 17, 2021 Kevin Durant náði sér ekki á strik gegn sínu gamla liði og skoraði aðeins nítján stig fyrir Brooklyn og var með slaka skotnýtingu. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann skorar minna en tuttugu stig í leik. James Harden var stigahæstur hjá Brooklyn með 24 stig. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar. Utah Jazz átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Philadelphia 76ers að velli, 120-85. Bojan Bogdanovic skoraði 27 stig fyrir Utah og Jordan Clarkson tuttugu. Donovan Mitchell gets to the hoop on TNT!@utahjazz lead the 76ers in Q2. pic.twitter.com/glw8TATQtz— NBA (@NBA) November 17, 2021 Shake Milton skoraði átján stig fyrir Philadelphia sem er enn án Joels Embiid sem greindist með kórónuveiruna á dögunum. Philadelphia hefur tapað fimm leikjum í röð og er komið niður í 8. sæti Austurdeildarinnar. Paul George hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skoraði 34 stig og tók níu fráköst á aðeins 34 mínútum þegar Los Angeles Clippers sigraði San Antonio Spurs, 106-92, á heimavelli. Reggie Jackson bætti 21 stigi fyrir Clippers. Dejounte Murray skoraði 26 stig fyrir San Antonio, tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar. 34 PTS in 34 minutes @Yg_Trece leads the charge for the @LAClippers in their win! pic.twitter.com/6JLuSu6aZt— NBA (@NBA) November 17, 2021 Úrslitin í nótt Brooklyn 99-117 Golden State Utah 120-85 Philadelphia LA Clippers 106-92 San Antonio NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira