Undirbúa flutning og framkvæmdir vegna myglu í Hagaskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 17:36 Nemendur í áttunda bekk í Hagaskóla munu á morgun verja deginum á söfnum víðsvegar um borgina en stefnt er að því að hefðbundið skólastarf geti hafist að nýju á mánudag í nýju bráðabirgðahúsnæði. Vísir/Vilhelm Undirbúningur flutnings og framkvæmda vegna myglu í Hagaskóla er hafinn hjá skólastjórnendum. Nemendur í áttunda bekk skólans verða fluttir í tímabundið húsnæði á meðan unnið verður að endurbætum í norðausturálmu skólans. „Verið er að ganga frá samningum um tímabundið húsnæði fyrir kennslu 8. bekkjar Hagaskóla á meðan endurbætur fara fram á norðaustur álmu skólans. Unnið er að nýjum verkferlum Reykjavíkurborgar um rakaskemmdir eða myglu og var brugðist hratt við ábendingum um slæma innivist,“ segir í tilkynningu frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur teymisstjóra samskiptasviðs Reykjavíkurborgar. Skólastjórnendum Hagaskóla bárust í október ábendingar um að tilefni væri til að kanna loftgæði í norðausturálmu skólans og var þá strax kallað eftir aðstoð sérfræðinga til að rannsaka húsnæðið. Tekin voru sýni úr gólfi og múr og loftræstikerfi hreinsað og tekið út. Frumniðurstöður frá verkfræðistofunni Eflu bárust í gær og kom þar fram að einhver leki hafði átt sér stað í múrvegg og fannst þar mygla. „Unnið er samkvæmt nýjum verkferlum sem fara í gang um leið og grunur beinist að rakaskemmdum eða myglu og voru niðurstöðurnar strax kynntar fyrir stjórnendum og starfsfólki. Ákveðið var að engin kennsla myndi fara fram í þessum hluta húsnæðisins þar til endurbætur hafa farið fram,“ segir í tilkynningunni. Því hafi ekki annað komið til greina en að kennsla yrði felld niður í áttunda bekk í dag á meðan áætlanir væru gerðar um framhaldið. Hópur kennara kom saman í morgun, hóf undirbúning flultninga og skipulagði dagskrá fyrir börnin á morgun. Mun skóladagur þeirra á morgun því fara í vettvangsferðir á söfn víðs vegar um borgina en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði á mánudag. „Þegar er byrjað að undirbúa framkvæmdir þó enn sé verið að vinna að endanlegri áætlun. Fundað verður með starfsfólki á morgun þar sem sérfræðingar munu fara yfir stöðuna á húsnæðinu og það sem er framundan. “ Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mygla Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Verið er að ganga frá samningum um tímabundið húsnæði fyrir kennslu 8. bekkjar Hagaskóla á meðan endurbætur fara fram á norðaustur álmu skólans. Unnið er að nýjum verkferlum Reykjavíkurborgar um rakaskemmdir eða myglu og var brugðist hratt við ábendingum um slæma innivist,“ segir í tilkynningu frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur teymisstjóra samskiptasviðs Reykjavíkurborgar. Skólastjórnendum Hagaskóla bárust í október ábendingar um að tilefni væri til að kanna loftgæði í norðausturálmu skólans og var þá strax kallað eftir aðstoð sérfræðinga til að rannsaka húsnæðið. Tekin voru sýni úr gólfi og múr og loftræstikerfi hreinsað og tekið út. Frumniðurstöður frá verkfræðistofunni Eflu bárust í gær og kom þar fram að einhver leki hafði átt sér stað í múrvegg og fannst þar mygla. „Unnið er samkvæmt nýjum verkferlum sem fara í gang um leið og grunur beinist að rakaskemmdum eða myglu og voru niðurstöðurnar strax kynntar fyrir stjórnendum og starfsfólki. Ákveðið var að engin kennsla myndi fara fram í þessum hluta húsnæðisins þar til endurbætur hafa farið fram,“ segir í tilkynningunni. Því hafi ekki annað komið til greina en að kennsla yrði felld niður í áttunda bekk í dag á meðan áætlanir væru gerðar um framhaldið. Hópur kennara kom saman í morgun, hóf undirbúning flultninga og skipulagði dagskrá fyrir börnin á morgun. Mun skóladagur þeirra á morgun því fara í vettvangsferðir á söfn víðs vegar um borgina en stefnt er að því að kennsla hefjist í nýju húsnæði á mánudag. „Þegar er byrjað að undirbúa framkvæmdir þó enn sé verið að vinna að endanlegri áætlun. Fundað verður með starfsfólki á morgun þar sem sérfræðingar munu fara yfir stöðuna á húsnæðinu og það sem er framundan. “
Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mygla Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira