„Við erum nú á þeim stað, jafnvel þótt þetta verði að fréttamat, að við getum ekki útilokað neitt,“ sagði heilbrigðisráðherrann Jens Spahn á blaðamannafundi rétt í þessu.
Fjármálamarkaðir tóku kipp niður á við strax í kjölfarið.
Stjórnvöld í Austurríki hafa gripið til tíu daga útgöngubanns fyrir alla en í fyrstu náðu aðgerðirnar eingöngu til óbólusettra. Þau hyggjast nú skylda alla til að þiggja bólusetningu fyrir febrúar.
52.970 greindust með Covid-19 í Þýskalandi í gær og 201 létust. Alls hafa 98.739 látist af völdum kórónuveirunnar frá því að faraldurinn fór af stað.
Angela Merkel kanslari sagði fyrr í vikunni að ástandið væri alvarlegt og að fjórða bylgjann hefði skollið á landinu af fullu afli. Lothar Wieler, yfirmaður þýsku sóttvarnastofnunarinnar, sagði „afar slæma jólahátíð“ framundan ef ekki yrði gripið til harðra aðgerða.
Nýjar aðgerðir verða ræddar í þinginu í dag og þá greindi Spahn frá því að stjórnvöld ættu í viðræðum við Pfizer um nýtt lyf gegn Covid-19.