Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. nóvember 2021 09:30 Marcus Smart á leið að körfunni í nótt EPA-EFE/CJ GUNTHER Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira