Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 16:25 Eddie Redmayne fór með hlutverk transkonunnar Lili Elbe í kvikmyndinni The Danish Girl. Hann segist hún telja það hafa verið mistök. Getty/Eamonn M. McCormack Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið. Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931. Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira
Leikarinn var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna árið 2016 fyrir leik sinn í kvikmyndinni en þar fór hann með hlutverk Lili Elbe, fyrstu transkonunnar sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Kvikmyndin fékk mikið lof á sínum tíma en var þó gagnrýnd af sumum, sérstaklega hinsegin-aktívistum sem var misboðið að Redmayne færi með hlutverkið en ekki trans-leikkona. „Í dag myndi ég ekki taka að mér þetta hlutverk. Ég meinti ekkert illt þegar ég lék í myndinni en ég held að þetta hafi verið mistök,“ sagði Redmayne í viðtali við The Sunday Times um helgina. „Óánægjan með ráðningu í hlutverkin snýr auðvitað að stærra vandamáli vegna þess að margir hafa ekki einu sinni sæti við borðið,“ sagði Redmayne. The Danish Girl kom út aðeins mánuðum eftir að Redmayne vann Óskarsverðlaun fyrir túlkun hans á eðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem hann lék í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að hafa tekið að sér hlutverk Hawking, sem greindist ungur með hreyfitaugungahrörnun. Töldu margir fatlaðir aðgerðasinnar að fötluð manneskja hefði átt að fara með hlutverkið. Líkt og með transfólk hefur fatlað fólk lítið komist að borðinu í Hollywood og er sjaldan ráðið í hlutverk. Lili Elbe var danskur listmálari og var meðal þeirra fyrstu sem gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð. Hún var 48 ára gömul þegar hún gekkst undir aðgerðina árið 1930 en lést vegna flækja sem komu upp við legígræðsluaðgerð árið 1931.
Hollywood Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni transfólks Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Sjá meira