Svar við pistli Jóns Steinars í Morgunblaðinu 18. nóvember Helga Ben, Hulda Hrund, Ólöf Tara, Ninna Karla, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 22. nóvember 2021 20:00 Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. Viðhorf þitt er alda gamalt og virkaði það lengi vel til að þagga niður í þolendum. Ofbeldi er aldrei á ábyrgð þolenda, það er ávallt á ábyrgð gerenda. Þolendur hafa skilað skömminni. Jón Steinar, vinsamlegast ekki reyna að þröngva henni upp á okkur aftur. Það er þekkt að þolendur hafa þurft að bera skömm af ofbeldi. Þegar þolendur öðlast meiri styrk og sterkari rödd þá er reynt að finna aðrar leiðir til þess að reka þá aftur inn í þögnina svo ofbeldið sem þrífst í þögninni fái ekki að líta dagsins ljós. Þolendum var drekkt, þolendur voru lokaðir inn á geðsjúkrahúsum, þolendur voru hraktir úr samfélaginu, þolendur hafa verið gerðir ábyrgir fyrir mannorði gerenda og lögregluskýrslum hefur verið lekið á veraldarvefinn. Slaufunarmenningin hefur verið ríkjandi í umræðunni á þessu ári. Okkur í Öfgum langar að minna þig á að gjörðir gerenda og opinberun gjörða þeirra virðast hafa litlar afleiðingar hvað varðar þátttöku í íþróttum eða brottrekstur úr vinnu. Það hefur einnig litlar afleiðingar hvort sem þeir fara í gegnum réttarkerfið og hljóti þar dóm, málið sé fellt niður eða þeir séu nafngreindir á samfélagsmiðlum. Á sama tíma gerist það gjarnan að þolendur hrekjast burt, hljóta örorku, glíma við vímuefnavanda og þola opinbera smánun svo nokkur atriði séu upp talin. Slaufunarmenningin umtalaða virðist eiga lítið við um gerendur en meira um þolendur og fólk sem stendur með þeim. Það er gild ástæða fyrir því að barist hefur verið gegn þolendaskömmun - þar sem ábyrgðin er sett á þolendur. Pistill þinn, Jón Steinar, er í heild sinni enn ein “hvernig á ekki að láta nauðga sér” aðferðin sem ítrekað er troðið á þolendur, ákveðinn plástur á vandamálið og falskt öryggi. Þolendur þurfa ekki fleiri ábendingar, við þurfum fræðslu, forvarnir og vitundarvakningu á öll skólastig. Með því að beina spjótum okkar að upprætingu vandans drögum við frekar úr tíðni ofbeldis og gerum gerendum kleift að axla ábyrgð og sýna fram á betrun. Þú virðist ruglast aðeins þegar þú talar um vímuefnanotkun þolenda. Í fyrsta lagi er það þekkt aðferð að byrla þolendum í öllum mögulegum aðstæðum, hvort sem áfengi er við hönd eða ekki. Í öðru lagi þá er ofbeldi í nánum samböndum algengara en ofbeldi af hendi ókunnugra einstaklinga. Þess má einnig geta að ofbeldi í nánum samböndum getur aukist þegar leghafi er barnshafandi. Í þriðja lagi, þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að leiðast út í vímuefnaneyslu. Algengt er að þolendur ofbeldis leiti í vímuefni til að deyfa sig og komast yfir áföllin sem þau urðu fyrir. Skýrsla sem Ingólfur V. Gíslason gerði, Ofbeldi í nánum samböndum, rennir stoðum undir þetta. Hvort kemur þá á undan eggið eða hænan? Ef kona býr við ofbeldi eykur það líkur á það að konan misnoti vímuefni. Ábyrgðin er alltaf gerandans, ekki þolandans. Það skiptir ekki máli hversu mikið þolandi drakk eða drakk ekki, það á aldrei að brjóta á öðrum. Oft þegar þolendur deyfa sig með vímuefnum er aftur brotið á þeim. Í pistli þínum segir þú þolendum að ef þau hefðu bara sleppt því að neyta vímuefna hefðu þau sloppið. Sú orðræða er skaðleg og ekki byggt á staðreyndum mála. Við í Öfgum teljum skrif þín og viðhorf skaðleg þar sem við vitum að þolendur ofbeldis eru 10x líklegri en aðrir til að reyna að taka sitt eigið líf. Í rannsókn sem háskólinn í Warwick gerði á yfir 3500 konum árið 2018 kom í ljós að 24% þeirra höfðu þjáðst af sjálfsvígshugsunum. 18% kvennanna höfðu gert áætlanir um að taka sitt eigið líf og einnig renna gögn frá góðgerðarsamtökunum SafeLives í Englandi stoðum undir það sama. Í rannsókninni “The Cost of Domestic Violence” kemur fram að ein af hverjum átta konum sem látist hafa af völdum sjálfsvígs voru þolendur heimilisofbeldis. Þar er einnig bent á hversu margar konur láta lífið af völdum maka eða fyrrum maka, verða fyrir heimilisofbeldi o.s.frv. Í víðtækustu rannsókn um ofbeldi hér á landi (áfallasaga kvenna) kemur fram að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru 69.000 konur. Ert þú, Jón Steinar, að segja að þessar 69 þúsund konur á aldrinum 18-70+ þurfi að passa sig að drekka minna? Að lokum, þá er þetta brotabrot af rangfærslum í pistli þínum. Viðhorf þín undirstrika að við eigum enn langt í land og hvað samfélagið er fjandsamlegt gagnvart þolendum ofbeldis. Þú dregur ekki úr tíðni ofbeldis með þolendaskömmun, þú dregur úr tíðni ofbeldis með því að setja ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá gerendum. Heimildir Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi Ofbeldi í nánum samböndum The Cost of Domestic Violence FRUMNIÐURSTÖÐUR Intimate partner violence during pregnancy Domestic abuse and suicide : exploring the links with refuge's client base and work force - WRAP: Warwick Research Archive Portal Safe and Well: Mental health and domestic abuse Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í ljósi pistils sem þú, Jón Steinar, sendir út frá þér nú á dögunum langar okkur í Öfgum að leiðrétta nokkrar rangfærslur. Okkur grunar að þú hafir ruglast aðeins sem getur komið fyrir á bestu bæjum. Viðhorf þitt er alda gamalt og virkaði það lengi vel til að þagga niður í þolendum. Ofbeldi er aldrei á ábyrgð þolenda, það er ávallt á ábyrgð gerenda. Þolendur hafa skilað skömminni. Jón Steinar, vinsamlegast ekki reyna að þröngva henni upp á okkur aftur. Það er þekkt að þolendur hafa þurft að bera skömm af ofbeldi. Þegar þolendur öðlast meiri styrk og sterkari rödd þá er reynt að finna aðrar leiðir til þess að reka þá aftur inn í þögnina svo ofbeldið sem þrífst í þögninni fái ekki að líta dagsins ljós. Þolendum var drekkt, þolendur voru lokaðir inn á geðsjúkrahúsum, þolendur voru hraktir úr samfélaginu, þolendur hafa verið gerðir ábyrgir fyrir mannorði gerenda og lögregluskýrslum hefur verið lekið á veraldarvefinn. Slaufunarmenningin hefur verið ríkjandi í umræðunni á þessu ári. Okkur í Öfgum langar að minna þig á að gjörðir gerenda og opinberun gjörða þeirra virðast hafa litlar afleiðingar hvað varðar þátttöku í íþróttum eða brottrekstur úr vinnu. Það hefur einnig litlar afleiðingar hvort sem þeir fara í gegnum réttarkerfið og hljóti þar dóm, málið sé fellt niður eða þeir séu nafngreindir á samfélagsmiðlum. Á sama tíma gerist það gjarnan að þolendur hrekjast burt, hljóta örorku, glíma við vímuefnavanda og þola opinbera smánun svo nokkur atriði séu upp talin. Slaufunarmenningin umtalaða virðist eiga lítið við um gerendur en meira um þolendur og fólk sem stendur með þeim. Það er gild ástæða fyrir því að barist hefur verið gegn þolendaskömmun - þar sem ábyrgðin er sett á þolendur. Pistill þinn, Jón Steinar, er í heild sinni enn ein “hvernig á ekki að láta nauðga sér” aðferðin sem ítrekað er troðið á þolendur, ákveðinn plástur á vandamálið og falskt öryggi. Þolendur þurfa ekki fleiri ábendingar, við þurfum fræðslu, forvarnir og vitundarvakningu á öll skólastig. Með því að beina spjótum okkar að upprætingu vandans drögum við frekar úr tíðni ofbeldis og gerum gerendum kleift að axla ábyrgð og sýna fram á betrun. Þú virðist ruglast aðeins þegar þú talar um vímuefnanotkun þolenda. Í fyrsta lagi er það þekkt aðferð að byrla þolendum í öllum mögulegum aðstæðum, hvort sem áfengi er við hönd eða ekki. Í öðru lagi þá er ofbeldi í nánum samböndum algengara en ofbeldi af hendi ókunnugra einstaklinga. Þess má einnig geta að ofbeldi í nánum samböndum getur aukist þegar leghafi er barnshafandi. Í þriðja lagi, þau sem verða fyrir ofbeldi eru í meiri hættu á að leiðast út í vímuefnaneyslu. Algengt er að þolendur ofbeldis leiti í vímuefni til að deyfa sig og komast yfir áföllin sem þau urðu fyrir. Skýrsla sem Ingólfur V. Gíslason gerði, Ofbeldi í nánum samböndum, rennir stoðum undir þetta. Hvort kemur þá á undan eggið eða hænan? Ef kona býr við ofbeldi eykur það líkur á það að konan misnoti vímuefni. Ábyrgðin er alltaf gerandans, ekki þolandans. Það skiptir ekki máli hversu mikið þolandi drakk eða drakk ekki, það á aldrei að brjóta á öðrum. Oft þegar þolendur deyfa sig með vímuefnum er aftur brotið á þeim. Í pistli þínum segir þú þolendum að ef þau hefðu bara sleppt því að neyta vímuefna hefðu þau sloppið. Sú orðræða er skaðleg og ekki byggt á staðreyndum mála. Við í Öfgum teljum skrif þín og viðhorf skaðleg þar sem við vitum að þolendur ofbeldis eru 10x líklegri en aðrir til að reyna að taka sitt eigið líf. Í rannsókn sem háskólinn í Warwick gerði á yfir 3500 konum árið 2018 kom í ljós að 24% þeirra höfðu þjáðst af sjálfsvígshugsunum. 18% kvennanna höfðu gert áætlanir um að taka sitt eigið líf og einnig renna gögn frá góðgerðarsamtökunum SafeLives í Englandi stoðum undir það sama. Í rannsókninni “The Cost of Domestic Violence” kemur fram að ein af hverjum átta konum sem látist hafa af völdum sjálfsvígs voru þolendur heimilisofbeldis. Þar er einnig bent á hversu margar konur láta lífið af völdum maka eða fyrrum maka, verða fyrir heimilisofbeldi o.s.frv. Í víðtækustu rannsókn um ofbeldi hér á landi (áfallasaga kvenna) kemur fram að 40% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það eru 69.000 konur. Ert þú, Jón Steinar, að segja að þessar 69 þúsund konur á aldrinum 18-70+ þurfi að passa sig að drekka minna? Að lokum, þá er þetta brotabrot af rangfærslum í pistli þínum. Viðhorf þín undirstrika að við eigum enn langt í land og hvað samfélagið er fjandsamlegt gagnvart þolendum ofbeldis. Þú dregur ekki úr tíðni ofbeldis með þolendaskömmun, þú dregur úr tíðni ofbeldis með því að setja ábyrgðina þar sem hún á heima, hjá gerendum. Heimildir Rannsókn á ofbeldi gegn konum. Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi Ofbeldi í nánum samböndum The Cost of Domestic Violence FRUMNIÐURSTÖÐUR Intimate partner violence during pregnancy Domestic abuse and suicide : exploring the links with refuge's client base and work force - WRAP: Warwick Research Archive Portal Safe and Well: Mental health and domestic abuse
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun