Leggur blessun sína yfir sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 14:47 Væntanlegur söluhagnaður er talinn munu nema yfir sex milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir sölu fjarskiptafyrirtækjanna Sýnar og Nova á óvirkum farsímainnviðum til Digital Bridge Group Inc. Frá þessu segir í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að síðasta dag marsmánaðar 2021 hafi Sýn og Nova undirritað samninga við bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. „Í dag samþykkti [Samkeppniseftirlitið] kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu,“ segir í tilkynningunni. Leigir aðstöðuna aftur til baka Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að um sé að ræða kaup á svokölluðum óvirkum innviðum fjarskiptafélaganna, það er fasteignum, möstrum og öðrum búnaði sem telst ekki til virks búnaðar. Þannig séu sendar, kaplar og annar virkur búnaður ekki hluti af kaupunum. Í kjölfar samrunans muni hið nýstofnaða félag ITP leigja aðstöðuna aftur til baka á grundvelli þjónustusamnings. Samkeppniseftirlitið tók við rannsókn nokkra þætti til skoðunar og var það niðurstaðan að ekkki væri tilefni til íhlutunar vegna kaupanna. Var meðal annars litið til þess að kaupin afmarkist við óvirka innviði. Sjálfstæður markaður fyrir aðstöðuleigu fyrir stafrænan fjarskiptabúnað og annan mögulegan búnað á stærri sendastöðum sé í mótun hér á landi og óljóst hvernig hann muni þróast. Ekki markaðsráðandi staða á umræddum markaði Þá segir að verði ekki til markaðsráðandi staða á umræddum markaði og þar sem kaupandinn starfi ekki á öðrum mörkuðum fjarskiptaþjónustu séu líkur á því að hann hafi hvata til að bjóða keppinautum Nova og Sýnar eða öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að innviðunum, enda standi ekki samningar eða hagsmunir því í vegi. Það geti því leitt til aukinnar skilvirkni og minni aðgangshindrana. Eftirlitið tók sömuleiðis til ítarlegrar skoðunar þjónustusamninga kaupanda við Sýn og Nova í kjölfar samrunans. „Tók Samkeppniseftirlitið meðal annars til skoðunar uppbyggingu samninganna og hvort hætta væri á því að þeir gætu leitt til verðhækkana fyrir þjónustuna. Að mati eftirlitsins er ekki að sjá að sú hætta sé til staðar, til að mynda vegna uppbyggingar samninganna og þess að sameinað fyrirtæki mun njóta verulegs samkeppnislegs aðhalds af hálfu Símans og Mílu.“ Loks segir að Samkeppnieftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um samstarf Digital Bridge við Ardian, væntanlegan kaupanda að Mílu, innviðafyrirtæki Símans. „Samkvæmt upplýsingum samrunaaðila er um að ræða minniháttar samstarf og lítil eignatengsl þar sem Ardian eigi hverfandi hlut í þeim verkefnum sem fyrirtækin hafa bæði fjárfest í. Að mati Samkeppniseftirlitsins er afar mikilvægt að sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem fjárfesta í fjarskiptainnviðum á Íslandi sé tryggt. Hyggst eftirlitið taka þessi tengsl viðkomandi fjárfesta til nánari skoðunar við rannsókn á kaupunum á Mílu.“ Sex milljarðar króna Í fyrri frétt Vísis um málið kom fram að væntanlegur söluhagnaður af sölunni myndi nema yfir sex milljörðum króna. Í ársfjórðungsuppgjöri fyrir annan ársfjórðung kom fram að söluverðið yrði ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að síðasta dag marsmánaðar 2021 hafi Sýn og Nova undirritað samninga við bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. „Í dag samþykkti [Samkeppniseftirlitið] kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu,“ segir í tilkynningunni. Leigir aðstöðuna aftur til baka Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að um sé að ræða kaup á svokölluðum óvirkum innviðum fjarskiptafélaganna, það er fasteignum, möstrum og öðrum búnaði sem telst ekki til virks búnaðar. Þannig séu sendar, kaplar og annar virkur búnaður ekki hluti af kaupunum. Í kjölfar samrunans muni hið nýstofnaða félag ITP leigja aðstöðuna aftur til baka á grundvelli þjónustusamnings. Samkeppniseftirlitið tók við rannsókn nokkra þætti til skoðunar og var það niðurstaðan að ekkki væri tilefni til íhlutunar vegna kaupanna. Var meðal annars litið til þess að kaupin afmarkist við óvirka innviði. Sjálfstæður markaður fyrir aðstöðuleigu fyrir stafrænan fjarskiptabúnað og annan mögulegan búnað á stærri sendastöðum sé í mótun hér á landi og óljóst hvernig hann muni þróast. Ekki markaðsráðandi staða á umræddum markaði Þá segir að verði ekki til markaðsráðandi staða á umræddum markaði og þar sem kaupandinn starfi ekki á öðrum mörkuðum fjarskiptaþjónustu séu líkur á því að hann hafi hvata til að bjóða keppinautum Nova og Sýnar eða öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að innviðunum, enda standi ekki samningar eða hagsmunir því í vegi. Það geti því leitt til aukinnar skilvirkni og minni aðgangshindrana. Eftirlitið tók sömuleiðis til ítarlegrar skoðunar þjónustusamninga kaupanda við Sýn og Nova í kjölfar samrunans. „Tók Samkeppniseftirlitið meðal annars til skoðunar uppbyggingu samninganna og hvort hætta væri á því að þeir gætu leitt til verðhækkana fyrir þjónustuna. Að mati eftirlitsins er ekki að sjá að sú hætta sé til staðar, til að mynda vegna uppbyggingar samninganna og þess að sameinað fyrirtæki mun njóta verulegs samkeppnislegs aðhalds af hálfu Símans og Mílu.“ Loks segir að Samkeppnieftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um samstarf Digital Bridge við Ardian, væntanlegan kaupanda að Mílu, innviðafyrirtæki Símans. „Samkvæmt upplýsingum samrunaaðila er um að ræða minniháttar samstarf og lítil eignatengsl þar sem Ardian eigi hverfandi hlut í þeim verkefnum sem fyrirtækin hafa bæði fjárfest í. Að mati Samkeppniseftirlitsins er afar mikilvægt að sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem fjárfesta í fjarskiptainnviðum á Íslandi sé tryggt. Hyggst eftirlitið taka þessi tengsl viðkomandi fjárfesta til nánari skoðunar við rannsókn á kaupunum á Mílu.“ Sex milljarðar króna Í fyrri frétt Vísis um málið kom fram að væntanlegur söluhagnaður af sölunni myndi nema yfir sex milljörðum króna. Í ársfjórðungsuppgjöri fyrir annan ársfjórðung kom fram að söluverðið yrði ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira