Meðalfjölskylda muni verja 239 þúsund í jólainnkaupin Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 15:00 Mikill annatími er fram undan í verslunarkjörnum landsins. Vísir/Vilhelm Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) spáir því að hver Íslendingur muni verja 59.715 krónum til jólainnkaupa í nóvember og desember. Það gera rúmlega 238.800 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Spáir RSV að jólaverslun muni aukast um 3,86% frá síðasta ári og að aukningin nemi um 0,1% að raunvirði. Í fyrra jókst velta smávöruverslana yfir jólamánuðina um 17,4% eða um tæplega 16,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við sama tímabil árið 2019. Samkvæmt gögnum um virðisaukauppgjör Hagstofu Íslands hækkaði jólavelta mest árið 2011 þegar hún jókst um 7,9%. Að mati RSV eru horfur á góðri jólaverslun í ár en verðlækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum muni þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verði minni en annars. Þetta kemur fram í nýrri samantekt RSV um jólaverslun. Telja að verslað verði fyrir 136 milljarða króna RSV spáir því að velta í smásöluverslun í nóvember og desember þetta árið verði um rúmir 136 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Þar af eru rúmir 22 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa. Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var af Prósent í byrjun nóvembermánaðar sögðust 20% aðspurðra ætla að verja 10 til 49 þúsund krónum í jólagjafir í ár og 29% sögðust ætla að verja 50 til 99 þúsund krónum. RSV gaf ekki út spá um jólaverslun í fyrra en gögn benda nú til að kórónuveirufaraldurinn hafi í lang flestum tilvikum haft jákvæð áhrif á innlenda verslun. Leiða má líkur að því að aukna veltu í innlendri verslun á árinu megi að hluta rekja til samkomu-og ferðatakmarkana vegna faraldursins. Að sögn RSV kemur sú aukning líklega til bæði vegna tilfærslu á milli innlendrar og erlendrar verslunar en einnig vegna þess að framboð á afþreyingu og öðru sem neytendur hafa vanalega kost á að verja fjármunum sínum í hafi dregist saman. Verslun Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Spáir RSV að jólaverslun muni aukast um 3,86% frá síðasta ári og að aukningin nemi um 0,1% að raunvirði. Í fyrra jókst velta smávöruverslana yfir jólamánuðina um 17,4% eða um tæplega 16,4 milljarða króna að nafnvirði miðað við sama tímabil árið 2019. Samkvæmt gögnum um virðisaukauppgjör Hagstofu Íslands hækkaði jólavelta mest árið 2011 þegar hún jókst um 7,9%. Að mati RSV eru horfur á góðri jólaverslun í ár en verðlækkanir, vöruskortur og vandræði tengd faraldrinum muni þó líklega hafa þær afleiðingar að aukningin verði minni en annars. Þetta kemur fram í nýrri samantekt RSV um jólaverslun. Telja að verslað verði fyrir 136 milljarða króna RSV spáir því að velta í smásöluverslun í nóvember og desember þetta árið verði um rúmir 136 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Þar af eru rúmir 22 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa. Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var af Prósent í byrjun nóvembermánaðar sögðust 20% aðspurðra ætla að verja 10 til 49 þúsund krónum í jólagjafir í ár og 29% sögðust ætla að verja 50 til 99 þúsund krónum. RSV gaf ekki út spá um jólaverslun í fyrra en gögn benda nú til að kórónuveirufaraldurinn hafi í lang flestum tilvikum haft jákvæð áhrif á innlenda verslun. Leiða má líkur að því að aukna veltu í innlendri verslun á árinu megi að hluta rekja til samkomu-og ferðatakmarkana vegna faraldursins. Að sögn RSV kemur sú aukning líklega til bæði vegna tilfærslu á milli innlendrar og erlendrar verslunar en einnig vegna þess að framboð á afþreyingu og öðru sem neytendur hafa vanalega kost á að verja fjármunum sínum í hafi dregist saman.
Verslun Jól Fjármál heimilisins Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira