Putellas valin best í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 20:45 Alexia Putellas er besti leikmaður í heimi árið 2021. EPA-EFE/YOAN VALAT Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. Mikil óánægja var með tímasetningu verðlaunanna sem ákveðið var að sleppa á síðasta ári vegna kórónufaraldursins. Verðlaunin í ár eru tilkynnt þegar það er landsleikjahlé á deildum Evrópu en að sama skapi eru nær allar bestu knattspyrnukonur heims í verkefnum með landsliðum sínum. Það var í raun gefið að leikmaður Barcelona myndi vinna verðlaunin enda vann magnað lið Barcelona allt sem hægt var að vinna á síðustu leiktíð. Þá hefur liðið hafið þetta tímabil af sama krafti. Tvær af bestu fimm leikmönnum heimsins koma frá Börsungum. Ásamt sigurvegaranum Putellas var Jennifer Hermoso tilnefnd. @alexiaputellas @FCBfemeni pic.twitter.com/rYylaTh3Hh— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) November 29, 2021 „Þetta er einstakt augnablik. Það er magnað að hafa samherja mína hér eftir allt sem við höfum áorkað. Þetta eru einstaklingsverðlaun en þetta er afrek liðsheildarinnar, ég vona að þið sjáið það sömu augum,“ sagði hin 27 ára gamla Putellas eftir að það var ljóst að hún væri besta knattspyrnukona í heimi. Ásamt Putellas og Hermoso voru þær Sam Kerr, Lieke Mertens og Vivianne Miedema meðal bestu fimm leikmanna í heimi. Fótbolti Fréttir ársins 2021 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Sjá meira
Mikil óánægja var með tímasetningu verðlaunanna sem ákveðið var að sleppa á síðasta ári vegna kórónufaraldursins. Verðlaunin í ár eru tilkynnt þegar það er landsleikjahlé á deildum Evrópu en að sama skapi eru nær allar bestu knattspyrnukonur heims í verkefnum með landsliðum sínum. Það var í raun gefið að leikmaður Barcelona myndi vinna verðlaunin enda vann magnað lið Barcelona allt sem hægt var að vinna á síðustu leiktíð. Þá hefur liðið hafið þetta tímabil af sama krafti. Tvær af bestu fimm leikmönnum heimsins koma frá Börsungum. Ásamt sigurvegaranum Putellas var Jennifer Hermoso tilnefnd. @alexiaputellas @FCBfemeni pic.twitter.com/rYylaTh3Hh— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) November 29, 2021 „Þetta er einstakt augnablik. Það er magnað að hafa samherja mína hér eftir allt sem við höfum áorkað. Þetta eru einstaklingsverðlaun en þetta er afrek liðsheildarinnar, ég vona að þið sjáið það sömu augum,“ sagði hin 27 ára gamla Putellas eftir að það var ljóst að hún væri besta knattspyrnukona í heimi. Ásamt Putellas og Hermoso voru þær Sam Kerr, Lieke Mertens og Vivianne Miedema meðal bestu fimm leikmanna í heimi.
Fótbolti Fréttir ársins 2021 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Sjá meira