Messi valinn bestur í heimi í sjöunda sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2021 21:09 Lionel Messi er handhafi Gullknattarins í sjöunda sinn. EPA-EFE/YOAN VALAT Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld valinn besti leikmaður heims en tilkynnt var um handhafa Gullknattarins, Ballon d'or ársins 2021 í kvöld. Er þetta í sjöunda sinn sem Messi vinnur verðlaunin. Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti. Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hafði betur gegn Robert Lewandowski, Karim Benzema og Jorginho en þeir mynduðu efstu fjögur sætin. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Cristiano Ronaldo er ekki meðal efstu þriggja í valinu á besta leikmanni heims. Þó Messi hafi í raun aðallega komist í fréttirnar fyrir að færa sig um set og semja við París Saint-Germain þá tókst honum að vinna sinn fyrsta titil með Argentínu er liðið varð Suður-Ameríkumeistari í sumar. HERE IS THE WINNER! SEVEN BALLON D OR FOR LIONEL MESSI! #ballondor pic.twitter.com/U2SywJmruC— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Það virðist hafa verið nóg til að slá öðrum leikmönnum ref fyrir rass. Lewandowski var í öðru sæti valsins en hann hefði að öllum líkindum unnið í fyrra ef ekki hefði verið hætt við verðlaunin vegna kórónufaraldursins. Jorginho endaði í þriðja sæti en hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea síðasta vor og svo EM með Ítalíu í sumar. Þar á eftir komu Karim Benzema (Real Madríd, Frakkland) N‘Golo Kante (Chelsea, Frakkland), Cristiano Ronaldo (Manchester United, Portúgal), Mo Salah (Liverpool, Egyptaland), Kevin De Bruyne (Manchester City, Belgía) og Kylian Mbappé (PSG, Frakkland). PUSH THE MAGIC BUTTON! small surprise for Lionel Messi #ballondor pic.twitter.com/UtMcaQyIdE— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) November 29, 2021 Eins og áður hefur komið fram var Messi að vinna verðlaunin í sjöunda sinn. Það er met en Ronaldo kemur þar á eftir með fimm Gullknetti.
Fótbolti Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Putellas valin best í heimi Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna. 29. nóvember 2021 20:45