Sá eldri vann bræðraslag í NBA í nótt og pabbi í „I Told You So“ bol í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 07:31 Bræðurnir Lonzo Ball og LaMelo Ball þakka hvorum öðrum fyrir leikinn í nótt. AP/Paul Beaty Lonzo Ball ætlaði ekki að tapa aftur fyrir yngri bróður sínum LaMelo þegar þeir mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls liðið vann líka leikinn á móti Charlotte Hornets. Nikola Vucevic var besti maður vallarins þegar Chicago Bulls vann fjórtán stiga sigur á heimavelli á móti Charlotte Hornets, 133-119, en hann var með 30 stig og 14 fráköst. Fimm leikmenn Chicago liðsins skoruðu yfir tíu stig en DeMar DeRozan skoraði 28 stig og Zach LaVine var með 25 stig. 30 points6-6 from deep14 boards5 assists2 blocks@NikolaVucevic did it all in the @chicagobulls win pic.twitter.com/6yVxBoZBLU— NBA (@NBA) November 30, 2021 Þetta var auðvitað bræðraslagur milli Lonzo og LaMelo Ball og hann fékk að sjálfsögðu mikla athygli. LaMelo er sá yngri og hafði unnið síðasta leik þeirra og það var ofarlega í huga þeim eldri. Í stúkunni var faðir þeirra LaVar Ball í „I Told You So“ bol en hann hefur alltaf talað upp strákana sína. Þeir voru að dekka hvorn annan í leiknum og framan af leik fór kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem þeir tókust á. Lonzo Ball endaði með sigurinn auk 16 stig og 8 stoðsendingar. LaMelo Ball tapaði en var með betri tölur eða 18 stig og 13 stoðsendingar. Lonzo and LaMelo dueled tonight in Chicago @MELOD1P: 18 PTS, 7 REB, 13 AST@ZO2_: 16 PTS (6-8 FGM) 8 AST, W pic.twitter.com/qURCE0GxQv— NBA (@NBA) November 30, 2021 „Ég spila til að vinna. Ég er auðvitað sá eldri þegar allt kemur til alls og ég verð að safna sigrunum á móti honum,“ sagði Lonzo Ball eftir leikinn. Bulls liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og þurfti á þessum sigri að halda. „Við höfum verið að tala um NBA deildina síðan við vorum litlir strákar. Það er alltaf draumur að fá að spila á móti honum,“ sagði LaMelo Ball. „Við erum auðvitað bræður og elskum hvorn annan utan vallar. Inn á vellinum þá hef ég mitt starf sem ég þarf að skila og hann sitt,“ sagði Lonzo. Annar yngri bróðir var flottur þegar Seth Curry skoraði 24 stig þegar Philadelphia 76ers vann 101-96 sigur á Orlando Magic en Sixers menn voru þar nálægt því að tapa á móti einu lélegasta liði NBA-deildarinnar. Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets og var með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar þegar liðið endaði sex leikja taphrinu með 120-111 útisigri á Miami Heat. Jokic hafði misst af síðustu fjórum leikjum en til að halda uppi bræðraþemanu má minnast á það að bræður hans voru báðir á góðum stað í stúkunni fyrir aftan bekk Denver liðsins. Jokic bræður hafa komið sér í fréttirnar með því að leggja til á samfélagsliðum að gera upp málin við Morris bræður út á bílastæði. JONAS VALANCIUNAS IS 7-7 FROM THREE.IT'S THE FIRST HALF.GET TO LEAGUE PASS NOW https://t.co/w2ntIgyLjw pic.twitter.com/Cb0NOojsIF— NBA (@NBA) November 30, 2021 Luka Doncic var með sína aðra þrennu hjá Dallas Mavericks á tímabilinu, 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, en þurfti engu að síður að sætta sig við 96-114 tap á heimavelli á móti Cleveland Cavaliers. Jarrett Allen og Lauri Markkanen náðu sínum bestu stigaleikjum á tímabilinu, Allen með 28 stig og 14 fráköst en Finninn með 24 sitg. Litháinn Domantas Sabonis var líka með þrennu í tapi en hann bauð up á 16 stig, 25 fráköst og 10 stoðsendingar þegar lið hans Indiana Pacers tapaði með tveimur stigum á móti Minnesota Timberwolves. D'Angelo Russell var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Úlfana. Karl-Anthony Towns skoraði 16 af 32 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og háloftafuglinn Anthony Edwards var með 21 stig. New career-high 35 points for Jonas Valanciunas!Early 4Q on League Pass: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/muw9vETYW0— NBA (@NBA) November 30, 2021 Jonas Valanciunas átti frábæran leik þegar New Orleans Pelicans vann 123-104 útisigur á Los Angeles Clippers. Litháíski miðherjinn hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 39 stig og 15 fráköst. Þetta var aðeins fimmti sgiur Pelíkanana á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107 Donovan Mitchell's 21 points in the 2nd half lift the @utahjazz to victory!@spidadmitchell: 30 PTS, 5 AST, 4 STL pic.twitter.com/ODCs8lPGyD— NBA (@NBA) November 30, 2021 NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Nikola Vucevic var besti maður vallarins þegar Chicago Bulls vann fjórtán stiga sigur á heimavelli á móti Charlotte Hornets, 133-119, en hann var með 30 stig og 14 fráköst. Fimm leikmenn Chicago liðsins skoruðu yfir tíu stig en DeMar DeRozan skoraði 28 stig og Zach LaVine var með 25 stig. 30 points6-6 from deep14 boards5 assists2 blocks@NikolaVucevic did it all in the @chicagobulls win pic.twitter.com/6yVxBoZBLU— NBA (@NBA) November 30, 2021 Þetta var auðvitað bræðraslagur milli Lonzo og LaMelo Ball og hann fékk að sjálfsögðu mikla athygli. LaMelo er sá yngri og hafði unnið síðasta leik þeirra og það var ofarlega í huga þeim eldri. Í stúkunni var faðir þeirra LaVar Ball í „I Told You So“ bol en hann hefur alltaf talað upp strákana sína. Þeir voru að dekka hvorn annan í leiknum og framan af leik fór kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem þeir tókust á. Lonzo Ball endaði með sigurinn auk 16 stig og 8 stoðsendingar. LaMelo Ball tapaði en var með betri tölur eða 18 stig og 13 stoðsendingar. Lonzo and LaMelo dueled tonight in Chicago @MELOD1P: 18 PTS, 7 REB, 13 AST@ZO2_: 16 PTS (6-8 FGM) 8 AST, W pic.twitter.com/qURCE0GxQv— NBA (@NBA) November 30, 2021 „Ég spila til að vinna. Ég er auðvitað sá eldri þegar allt kemur til alls og ég verð að safna sigrunum á móti honum,“ sagði Lonzo Ball eftir leikinn. Bulls liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og þurfti á þessum sigri að halda. „Við höfum verið að tala um NBA deildina síðan við vorum litlir strákar. Það er alltaf draumur að fá að spila á móti honum,“ sagði LaMelo Ball. „Við erum auðvitað bræður og elskum hvorn annan utan vallar. Inn á vellinum þá hef ég mitt starf sem ég þarf að skila og hann sitt,“ sagði Lonzo. Annar yngri bróðir var flottur þegar Seth Curry skoraði 24 stig þegar Philadelphia 76ers vann 101-96 sigur á Orlando Magic en Sixers menn voru þar nálægt því að tapa á móti einu lélegasta liði NBA-deildarinnar. Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets og var með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar þegar liðið endaði sex leikja taphrinu með 120-111 útisigri á Miami Heat. Jokic hafði misst af síðustu fjórum leikjum en til að halda uppi bræðraþemanu má minnast á það að bræður hans voru báðir á góðum stað í stúkunni fyrir aftan bekk Denver liðsins. Jokic bræður hafa komið sér í fréttirnar með því að leggja til á samfélagsliðum að gera upp málin við Morris bræður út á bílastæði. JONAS VALANCIUNAS IS 7-7 FROM THREE.IT'S THE FIRST HALF.GET TO LEAGUE PASS NOW https://t.co/w2ntIgyLjw pic.twitter.com/Cb0NOojsIF— NBA (@NBA) November 30, 2021 Luka Doncic var með sína aðra þrennu hjá Dallas Mavericks á tímabilinu, 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, en þurfti engu að síður að sætta sig við 96-114 tap á heimavelli á móti Cleveland Cavaliers. Jarrett Allen og Lauri Markkanen náðu sínum bestu stigaleikjum á tímabilinu, Allen með 28 stig og 14 fráköst en Finninn með 24 sitg. Litháinn Domantas Sabonis var líka með þrennu í tapi en hann bauð up á 16 stig, 25 fráköst og 10 stoðsendingar þegar lið hans Indiana Pacers tapaði með tveimur stigum á móti Minnesota Timberwolves. D'Angelo Russell var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Úlfana. Karl-Anthony Towns skoraði 16 af 32 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og háloftafuglinn Anthony Edwards var með 21 stig. New career-high 35 points for Jonas Valanciunas!Early 4Q on League Pass: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/muw9vETYW0— NBA (@NBA) November 30, 2021 Jonas Valanciunas átti frábæran leik þegar New Orleans Pelicans vann 123-104 útisigur á Los Angeles Clippers. Litháíski miðherjinn hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 39 stig og 15 fráköst. Þetta var aðeins fimmti sgiur Pelíkanana á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107 Donovan Mitchell's 21 points in the 2nd half lift the @utahjazz to victory!@spidadmitchell: 30 PTS, 5 AST, 4 STL pic.twitter.com/ODCs8lPGyD— NBA (@NBA) November 30, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107
NBA Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira