Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En til að okkur takist að knýja í gegn þessi orkuskipti ekki bara hvað bílaflotann varðar heldur einnig skipa og jafnvel flugflotann þurfum við að virkja og framleiða hreina græna orku. Það eru allar þjóðir heims sem leita logandi ljósi að því að geta framleitt vistvæna græna orku og komast þannig frá mengandi orkugjöfum eins og kolum, gasi og kjarnorku. Mér finnst það ótrúlegt og það sérstaklega hjá fólki sem kallar sig umhverfissinnar skuli leggjast gegn því að við nýtum okkar tækifæri til orkuöflunar á hreinni orku til að vinna bug á loftslagsvanda heimsins. Við Íslendingar sem erum í einstakri stöðu til að leggja okkar að mörkum og erum í öfundverðri stöðu umfram aðrar þjóðir. Stærsta framlag til umhverfismála Við sem þjóð getum svo sannarlega verið stolt af okkar framlagi til umhverfismála þótt alltaf megi gera betur. Rétt er að minna enn og aftur á að nánast öll húsakynni hér á landi eru kynt með vistvænu heitu vatni á meðan stórþjóðir vítt og breitt um heiminn kynda hús sín með óumhverfisvænum hætti eins og gasi. Við framleiðum eitt hreinasta ál í heimi með okkar grænu orku en stórhluti af áli í dag er framleitt með kolum eða öðrum mengandi orkugjöfum, en ál sem framleitt er með kolum mengar tífalt meira en íslensku álverin. Ál er umhverfisvæn málmur enda er endurvinnsluhlutfal áls t.d. á áldósum um 70% og hefur verið talað um að áldósir sem fara í endurvinnslu séu jafnvel komnar aftur í hillur verslana eftir 6 vikur. Já, okkar stærsta framlag til umhverfismála er að nota hér á landi græna vistvæna orku til að framleiða ál og við eigum að vera stolt af því. Raforkan er gullgæs íslensku þjóðarinnar Halda menn virkilega að við sem þjóð myndum búa við það raforku- og flutningsöryggi á raforku ef við hefðum ekki jafntrygga og öfluga kaupendur af raforkunni og stóriðjufyrirtækin? Ekki dettur fólki til hugar að við værum búin að byggja upp jafn öflugt og gott raforkukerfi ef þessa stórkaupenda nyti ekki við, svo ekki sé talað um það raforkuverð sem heimilin búa við. Það má segja að einn þáttur í rekstri íslenskra heimila sem sé hagstæðara hér á landi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við en það er raforka. Orkufyrirtækjunum sem eru í eigu almennings eins og Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun gengur gríðarlega vel vegna hækkandi álverðs og skila þessi fyrirtæki tugum milljörðum í hagnað íslenskri þjóð til heilla. Hjartað í íslensku efnahagslífi Ég held á skrifum Tómasar megi enn og aftur skynja mikla andúð í garð stóriðjunnar sem skilar upp undir 6000 þúsund fjölskyldum með afleiddum störfum lífsviðurværi. Ekki bara þessi mikilvægu gjaldeyrisskapandi stóriðja búi til lífsviðurværi fyrir þúsundir fjölskyldna heldur er þessi starfsemi hjartað í að dæla lífsviðurværi til heilu byggðarlaganna eins og okkur Vestlendinga sem og Austfirðinga. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hjartað í íslensku efnahagslífi eru gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og orkusækin iðnaður. En þessar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar skapa milli 70% til 80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þessar gjaldeyrisskapandi greinar eru hjartað í efnahagslífi þjóðarinnar sem dælir fjármunum eftir æðakerfi efnahagslífsins sem gerir það að verkum að við eigum möguleika á að halda stofnunum samfélagsins á lífi. Mikilvægum stofnunum eins og menntakerfinu, löggæslunni svo ekki sé talað um heilbrigðiskerfið okkar sem vantar svo sannarlega aukið fjármagn til að tryggja enn frekar öryggi og velferð þjóðarinnar. Heldur einhver að lokun álvera sem knúinn eru áfram með grænni orku myndu hjálpa við að auka fjármagn til heilbrigðiskerfisins? Iðnaður sem skilur upp undir 150 milljörðum eftir í íslensku samfélagi? Tómas sagði í fyrra að álverið í Straumsvík væri dauðvona og það væru góðar fréttir fyrir íslenska náttúru. Væri það góðar fréttir fyrir loftslagsvandamál heimsins að álverið í Straumsvík myndi loka og framleiðsla myndi færast til landa sem nota kol sem mega tífalt meira? Nei fjandakornið. Myndi það hjálpa Landsspítalanum að 35 milljarðar myndu hverfa úr íslensku hagkerfi, upphæð sem er eins og ein loðnuvertíð? Væru það góðar fréttir hundruði fjölskyldna sem myndu missa lífsviðurværi sitt ef álverinu væri lokið, nei fjandakornið. Tómas sagði líka í þessu viðtali að Straumsvík væri sennilega komin á líknandi meðferð sem þýðir á læknamáli að lækning sé ekki lengur í boði og notaði hann lækningasamlíkingar til að leggja áherslu á orð sín. Það er mikilvægt að hvorki manneskjum né fyrirtækjum séu sett á líknandi meðferð að ástæðulausu ef lækning er framkvæmanleg, enda hefur svo sannarlega komið í ljós að blóðþrýstingur sem og önnur líffæri álversins í Straumsvík virka vel um þessar mundir og hefði því verið glapræði að setja fyrirtækið í líknandi meðferð. Enda má segja að rekstrarvandamál sem álverið í Straumvík hefði glímt við hafi reynst einungis slæmt kvef sem nú hefur vonandi tekist að lækna. Þjóðin ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisfólki Ég er ekki í nokkrum vafa um að stórhluti íslensku þjóðarinnar ber ómælda virðingu fyrir íslensku heilbrigðisfólki og mönnum eins og lækna Tómasi sem hefur oft á tíðum unnið nánast kraftaverk við að bjarga mannslífum eins og fjölmargar fréttir staðfesta. En til að styðja við það góða og mikilvæga starf sem heilbrigðisfólk sinnir daglega þarf öflug gjaldeyrisskapandi fyrirtæki og við þurfum að sýna öllum störfum virðingu! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Orkumál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En til að okkur takist að knýja í gegn þessi orkuskipti ekki bara hvað bílaflotann varðar heldur einnig skipa og jafnvel flugflotann þurfum við að virkja og framleiða hreina græna orku. Það eru allar þjóðir heims sem leita logandi ljósi að því að geta framleitt vistvæna græna orku og komast þannig frá mengandi orkugjöfum eins og kolum, gasi og kjarnorku. Mér finnst það ótrúlegt og það sérstaklega hjá fólki sem kallar sig umhverfissinnar skuli leggjast gegn því að við nýtum okkar tækifæri til orkuöflunar á hreinni orku til að vinna bug á loftslagsvanda heimsins. Við Íslendingar sem erum í einstakri stöðu til að leggja okkar að mörkum og erum í öfundverðri stöðu umfram aðrar þjóðir. Stærsta framlag til umhverfismála Við sem þjóð getum svo sannarlega verið stolt af okkar framlagi til umhverfismála þótt alltaf megi gera betur. Rétt er að minna enn og aftur á að nánast öll húsakynni hér á landi eru kynt með vistvænu heitu vatni á meðan stórþjóðir vítt og breitt um heiminn kynda hús sín með óumhverfisvænum hætti eins og gasi. Við framleiðum eitt hreinasta ál í heimi með okkar grænu orku en stórhluti af áli í dag er framleitt með kolum eða öðrum mengandi orkugjöfum, en ál sem framleitt er með kolum mengar tífalt meira en íslensku álverin. Ál er umhverfisvæn málmur enda er endurvinnsluhlutfal áls t.d. á áldósum um 70% og hefur verið talað um að áldósir sem fara í endurvinnslu séu jafnvel komnar aftur í hillur verslana eftir 6 vikur. Já, okkar stærsta framlag til umhverfismála er að nota hér á landi græna vistvæna orku til að framleiða ál og við eigum að vera stolt af því. Raforkan er gullgæs íslensku þjóðarinnar Halda menn virkilega að við sem þjóð myndum búa við það raforku- og flutningsöryggi á raforku ef við hefðum ekki jafntrygga og öfluga kaupendur af raforkunni og stóriðjufyrirtækin? Ekki dettur fólki til hugar að við værum búin að byggja upp jafn öflugt og gott raforkukerfi ef þessa stórkaupenda nyti ekki við, svo ekki sé talað um það raforkuverð sem heimilin búa við. Það má segja að einn þáttur í rekstri íslenskra heimila sem sé hagstæðara hér á landi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við en það er raforka. Orkufyrirtækjunum sem eru í eigu almennings eins og Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun gengur gríðarlega vel vegna hækkandi álverðs og skila þessi fyrirtæki tugum milljörðum í hagnað íslenskri þjóð til heilla. Hjartað í íslensku efnahagslífi Ég held á skrifum Tómasar megi enn og aftur skynja mikla andúð í garð stóriðjunnar sem skilar upp undir 6000 þúsund fjölskyldum með afleiddum störfum lífsviðurværi. Ekki bara þessi mikilvægu gjaldeyrisskapandi stóriðja búi til lífsviðurværi fyrir þúsundir fjölskyldna heldur er þessi starfsemi hjartað í að dæla lífsviðurværi til heilu byggðarlaganna eins og okkur Vestlendinga sem og Austfirðinga. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hjartað í íslensku efnahagslífi eru gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og orkusækin iðnaður. En þessar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar skapa milli 70% til 80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þessar gjaldeyrisskapandi greinar eru hjartað í efnahagslífi þjóðarinnar sem dælir fjármunum eftir æðakerfi efnahagslífsins sem gerir það að verkum að við eigum möguleika á að halda stofnunum samfélagsins á lífi. Mikilvægum stofnunum eins og menntakerfinu, löggæslunni svo ekki sé talað um heilbrigðiskerfið okkar sem vantar svo sannarlega aukið fjármagn til að tryggja enn frekar öryggi og velferð þjóðarinnar. Heldur einhver að lokun álvera sem knúinn eru áfram með grænni orku myndu hjálpa við að auka fjármagn til heilbrigðiskerfisins? Iðnaður sem skilur upp undir 150 milljörðum eftir í íslensku samfélagi? Tómas sagði í fyrra að álverið í Straumsvík væri dauðvona og það væru góðar fréttir fyrir íslenska náttúru. Væri það góðar fréttir fyrir loftslagsvandamál heimsins að álverið í Straumsvík myndi loka og framleiðsla myndi færast til landa sem nota kol sem mega tífalt meira? Nei fjandakornið. Myndi það hjálpa Landsspítalanum að 35 milljarðar myndu hverfa úr íslensku hagkerfi, upphæð sem er eins og ein loðnuvertíð? Væru það góðar fréttir hundruði fjölskyldna sem myndu missa lífsviðurværi sitt ef álverinu væri lokið, nei fjandakornið. Tómas sagði líka í þessu viðtali að Straumsvík væri sennilega komin á líknandi meðferð sem þýðir á læknamáli að lækning sé ekki lengur í boði og notaði hann lækningasamlíkingar til að leggja áherslu á orð sín. Það er mikilvægt að hvorki manneskjum né fyrirtækjum séu sett á líknandi meðferð að ástæðulausu ef lækning er framkvæmanleg, enda hefur svo sannarlega komið í ljós að blóðþrýstingur sem og önnur líffæri álversins í Straumsvík virka vel um þessar mundir og hefði því verið glapræði að setja fyrirtækið í líknandi meðferð. Enda má segja að rekstrarvandamál sem álverið í Straumvík hefði glímt við hafi reynst einungis slæmt kvef sem nú hefur vonandi tekist að lækna. Þjóðin ber mikla virðingu fyrir heilbrigðisfólki Ég er ekki í nokkrum vafa um að stórhluti íslensku þjóðarinnar ber ómælda virðingu fyrir íslensku heilbrigðisfólki og mönnum eins og lækna Tómasi sem hefur oft á tíðum unnið nánast kraftaverk við að bjarga mannslífum eins og fjölmargar fréttir staðfesta. En til að styðja við það góða og mikilvæga starf sem heilbrigðisfólk sinnir daglega þarf öflug gjaldeyrisskapandi fyrirtæki og við þurfum að sýna öllum störfum virðingu! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun