Eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 1. desember 2021 10:31 Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er við hæfi að staldra við og kanna hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Dagur reykskynjarans Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki eru. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð eða píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er til dæmis gott að miða við 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin en rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Rétt staðsetning Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Mismunandi tegundir reykskynjara Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur sem þýðir að hann getur numið allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því vel í eldhús og þvottahús. Optískir skynjarar henta vel við reyk en eru ekki eins næmir á hita og hefðbundnir jónískir skynjarar. Þeir skiptast í hitaskynjara og gasskynjara. Frekari upplýsingar um eldvarnir og reykskynjara er meðal annars að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hátíð ljóss og friðar Í aðraganda jóla er gaman að skreyta og skapa notalega stemningu. Kerti eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. En gæta þarf þess að fara varlega með opinn eld og hafa eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og gæta þess að láta skraut eða eldfim efni ekki liggja að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Passa þarf að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Eins ætti ekki að skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi og ekki ætti að setja þau á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall. ,,Af litlum neista verður oft mikið bál,“ segir í dægurlagatextanum. Þó þar sé sungið um brennandi ást en ekki eldsvoða er líkingin augljós. Hætta getur skapast af litlum neista og þá er mikilvægt að hafa eldvarnir í lagi. Við höfum eflaust flest heyrt sögur af gagnsemi reykskynjara, eins og til dæmis þegar reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu þegar eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Þeim tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu á innbúi af reyk, eldi og sóti. Skaðinn hefði þó getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir reykskynjarann sem hrökk í gang. Reykskynjarar eru einfalt, ódýrt og áhrifaríkt öryggistæki. Tilvalið er að nýta dag reykskynjarans til að huga að einu helsta öryggistæki heimilisins og skapa þannig hugarró um hátíðarnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er aðventan gengin í garð og í aðdraganda jóla njótum við þess að skreyta í kringum okkur og skapa stemningu. Kertaljós og jólaseríur eru fyrir marga ómissandi hluti af árstíðinni en mikilvægt er að huga að eldvörnum á heimilinu, ekki síst á þessum árstíma. Dagur reykskynjarans er 1. desember ár hvert og þá er við hæfi að staldra við og kanna hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Dagur reykskynjarans Reykskynjari er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Í það minnsta í öllum rýmum þar sem raftæki eru. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð eða píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er til dæmis gott að miða við 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin en rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Rétt staðsetning Líftími reykskynjara er að hámarki 10 ár og til að hann virki eins og vera ber þarf að setja hann upp og staðsetja skynsamlega. Best er að staðsetja reykskynjara í miðju lofts og gæta þess að skynjarinn sé minnst 30 cm frá vegg eða ljósi. Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Mismunandi tegundir reykskynjara Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur sem þýðir að hann getur numið allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því vel í eldhús og þvottahús. Optískir skynjarar henta vel við reyk en eru ekki eins næmir á hita og hefðbundnir jónískir skynjarar. Þeir skiptast í hitaskynjara og gasskynjara. Frekari upplýsingar um eldvarnir og reykskynjara er meðal annars að finna á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hátíð ljóss og friðar Í aðraganda jóla er gaman að skreyta og skapa notalega stemningu. Kerti eru hluti af jólahátíðinni og veita birtu og yl í skammdeginu. En gæta þarf þess að fara varlega með opinn eld og hafa eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og gæta þess að láta skraut eða eldfim efni ekki liggja að kerti, til dæmis á aðventukrönsum. Passa þarf að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi og logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum. Eins ætti ekki að skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa að vera á traustu undirlagi og ekki ætti að setja þau á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall. ,,Af litlum neista verður oft mikið bál,“ segir í dægurlagatextanum. Þó þar sé sungið um brennandi ást en ekki eldsvoða er líkingin augljós. Hætta getur skapast af litlum neista og þá er mikilvægt að hafa eldvarnir í lagi. Við höfum eflaust flest heyrt sögur af gagnsemi reykskynjara, eins og til dæmis þegar reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu þegar eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Þeim tókst að slökkva eldinn en nokkrar skemmdir urðu á innbúi af reyk, eldi og sóti. Skaðinn hefði þó getað orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir reykskynjarann sem hrökk í gang. Reykskynjarar eru einfalt, ódýrt og áhrifaríkt öryggistæki. Tilvalið er að nýta dag reykskynjarans til að huga að einu helsta öryggistæki heimilisins og skapa þannig hugarró um hátíðarnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun