Strákur sem var skotinn til bana í skólanum í Michigan var íþróttastjarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 08:00 Tate Myre heimsótti Toledo háskólann á dögunum þar sem hann var að skoða aðstæður sem möguleika á að spila með skólaliðinu. Twitter/@TateMyre2023 Íþróttahetja í Oxford menntaskólanum reyndi að ná vopninu af byssumanninum en endaði á því að verða einn af fórnarlömbum árásarinnar á þriðjudaginn. Tate Myre lést af skotsárum sínum í lögreglubílnum á leið á sjúkrahús. Myre var einn af fjórum nemendum sem voru myrtir af fimmtán ára byssumanni í Oxford High School í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Sjö aðrir særðust. Among the victims in the shooting was Tate Myre, a junior football player at Oxford High School. Here's Tate scoring a touchdown in the 2021 Division 1 District Final against Rochester Adams. @OxfordFootbalI @athletic_oxford #PrayersForOxford pic.twitter.com/yxqgRxrU2z— STATE CHAMPS! Michigan (@statechampsmich) December 1, 2021 Byssumaðurinn er fimmtán ára drengur og hann hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Skólinn er nærri Detroit borg í Bandaríkjunum. Myre þótti sýna mikið hugrekki við að reyna að ná byssunni af skólafélaga sínum en fórnaði með því lífi sínu. Myre var vel þekktur innan skólans og víðar enda stjörnuleikmaður í fótboltaliði skóla síns. Fyrir innan við mánuði síðan skoraði Myre snertimark fyrir skólann sinn í leik í úrslitakeppni menntaskóla Michigan fylkis. Tate Myre, a junior football player at Oxford High School, was on varsity since his freshman year and an honor student. He will always be remembered as a hero. pic.twitter.com/xJ4Cfk583e— MaxPreps (@MaxPreps) December 1, 2021 Hinn sextán ára gamli Myre fékk verðlaun frá þjálfarasambandi menntaskólanna í Michigan fylki í febrúar síðastliðnum. Tate Myre spilaði sem hlaupari eða innherji með fótboltaliði skólans og ætlaði sér að komast á íþróttaskólastyrk í háskóla. Hann var líka frábær nemandi. Yfir þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir beiðni um að endurnefna leikvang skólans eftir Myre en hann heitir nú Wildcat Stadium. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira
Tate Myre lést af skotsárum sínum í lögreglubílnum á leið á sjúkrahús. Myre var einn af fjórum nemendum sem voru myrtir af fimmtán ára byssumanni í Oxford High School í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Sjö aðrir særðust. Among the victims in the shooting was Tate Myre, a junior football player at Oxford High School. Here's Tate scoring a touchdown in the 2021 Division 1 District Final against Rochester Adams. @OxfordFootbalI @athletic_oxford #PrayersForOxford pic.twitter.com/yxqgRxrU2z— STATE CHAMPS! Michigan (@statechampsmich) December 1, 2021 Byssumaðurinn er fimmtán ára drengur og hann hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk, morð, morðtilraunir, vopnalagabrot og fleira. Réttað verður yfir honum sem fullorðnum manni. Skólinn er nærri Detroit borg í Bandaríkjunum. Myre þótti sýna mikið hugrekki við að reyna að ná byssunni af skólafélaga sínum en fórnaði með því lífi sínu. Myre var vel þekktur innan skólans og víðar enda stjörnuleikmaður í fótboltaliði skóla síns. Fyrir innan við mánuði síðan skoraði Myre snertimark fyrir skólann sinn í leik í úrslitakeppni menntaskóla Michigan fylkis. Tate Myre, a junior football player at Oxford High School, was on varsity since his freshman year and an honor student. He will always be remembered as a hero. pic.twitter.com/xJ4Cfk583e— MaxPreps (@MaxPreps) December 1, 2021 Hinn sextán ára gamli Myre fékk verðlaun frá þjálfarasambandi menntaskólanna í Michigan fylki í febrúar síðastliðnum. Tate Myre spilaði sem hlaupari eða innherji með fótboltaliði skólans og ætlaði sér að komast á íþróttaskólastyrk í háskóla. Hann var líka frábær nemandi. Yfir þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir beiðni um að endurnefna leikvang skólans eftir Myre en hann heitir nú Wildcat Stadium.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira