Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 2. desember 2021 13:01 Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá var hann sérstaklega harðorður um Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vegna andstöðu hans við frumvarp um þungunarrof í fyrra og stuðning við tálmunarfrumvörp. „Skipun hans er móðgun við fólk sem gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis“ sagði Andrés. Fyrir um tveimur árum var nýr dómsmálaráðherra einn af þeim sem mælti aftur og enn fyrir „fangelsunarfrumvarpinu“ svokallaða, um að heimila skyldi allt að fimm ára refsivist á því foreldri sem takmarkar umgengni barns við hitt foreldrið. Þetta vildu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera með því að setja refsiákvæði inn í barnaverndarlög. Eins og Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur bent á liggja oftast gildar ástæður að baki því að foreldri takmarkar umgengni, til að mynda ef móðir telur að umgengni sé beinlínis andstæð hagsmunum barns. Þó eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun móður á umgengni við föður og lögð fram krafa um dagsektir gagnvart henni, þegar barn kaus að fara í skólaferðalag í stað þess að hitta foreldri á umsömdum tíma. Einnig eru dæmi þess að litið hafi verið á það sem takmörkun á umgengni við föður, að móðir sem ein var með forsjá fór í ferðalag erlendis með barnið og var í kjölfarið krafin af sýslumanni um að greiða milljón í dagsektir. Eins og þolendur ofbeldis og aktívistar hafa upplýst um á síðustu árum, er ásökun um tálmun á umgengni beitt markvisst gegn þolendum heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Í forsjármálum fyrir dómi og umgengnismálum hjá sýslumanni. Með íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Sýslumanni og dómara ber að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins verði fyrir ofbeldi, en ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Í dómaframkvæmd og ákvörðun sýslumanna er verndandi foreldri frekar vænt um lygar en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Nýleg dæmi á Facebook-síðu Lífs án ofbeldis bera þessum hryllingi sem valdhafar leggja á þolendur ofbeldis, glöggt vitni. Nýverið sáum við einnig tilburði ákæruvaldsins í sýknudómi Hæstaréttar sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en tilraun til að gera hverskyns takmörkun á umgengni refsiverða með því að ákæra móður sem fór erlendis í nám með börn sín, án samþykkis feðra þeirra, fyrir brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga, en refsirammi ákvæðisins er 16 ár. Alþingi hefur fram til þessa hafnað tilraunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að gera tálmun á umgengni refsiverða og er ákvörðun ákæruvaldsins því mjög varhugaverð út frá þrískiptingu ríkisvalds. Mikilvægt er að halda vöku fyrir afturhaldsöflum í samfélaginu sem grafa undan mannréttindum kvenna og barna og rækta húsbóndavaldið. Árið 2018 birtist í Stundinni opið bréf til þáverandi dómsmálaráðherra í kjölfar #Metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu Metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Um rétt barns til verndar og lífs án ofbeldis. Um leið og við tökum heilshugar undir með Andrési Inga, þingmanni Pírata, viljum við ítreka þetta ákall þolenda ofbeldis í fjölskyldum til samfélagsins. Höfundur er talskona og í stjórn samtakanna Líf án ofbeldis
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun