Hamfaraguðirnir fóru þó mjúkum höndum um landsmenn í miðjum faraldri. Gosið spratt upp fjarri byggð og reyndist nokkurs konar útivistarperla.
Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni.
Fréttastofan heldur áfram að rifja upp árið sem er að líða og nú er komið að sjónarspilinu við Fagradalsfjall.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember. Í gær var fjallað um John Snorra Sigurjónsson, sjá hlekk að neðan.