Guðmundur opinberaði glænýjan samskiptamiðil Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 14:59 Fractal 5 hyggst auðvelda fólki að eiga óformlegri samskipti. Samsett Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal 5, kynnti í dag fyrstu útgáfuna af samskiptamiðlinum Break á Slush, einni stærstu tækniráðstefnu í Evrópu. Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun