Eins og lokatölur gefa til kynna var leikur FCC ICIM Arad og Phoenix Constanta jafn og spennandi frá upphafi til enda. Heimakonur leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Sara Rún og stöllur hennar eins stigs forystu, 37-36.
Ekki gekk betur að skilja liðin að í seinni hálfleik, og þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 53-51, Phoenix í vil. Það voru þó heimakonur sem reybdust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum með minnsta mun, 68-67.
Þetta var annað tap Phoenix í röð, en liðið situr nú í áttunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki, fimm stigum á eftir andstæðingum dagsins sem sitja á toppi deildarinnar með 16 stig.
Sara Rún skoraði 12 stig fyrir Phoenix, en ásamt því tók hún níu fráköst og gaf eina stoðsendingu.