Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 09:25 Soyuz-eldflaugin reist í Baikonur. AP/Pavel Kassin Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga. Með Meazawa verður Yozo Hirano, kvikmyndagerðarmaður sem á að festa geimferð auðjöfursins sem er talinn þrítugasti ríkasti maður Japans á filmu. Geimfarinn Alexander Misurkin fer sömuleiðis með þeim en hann er yfirmaður ferðarinnar. Til stendur að skjóta þremenningunum á loft á miðvikudaginn. Meazawa bókaði ferðina hjá bandaríska fyrirtækinu Space Adventures en það hefur sent sjö ferðamenn til ISS. Síðast fór Guy Laliberté þangað árið 2009, samkvæmt frétt Space.com. Ekki hefur verið gefinn upp hvað geimferð mannanna tveggja kostar en samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa sambærilegar ferðir kostað milljónir Bandaríkjadala. Space.com segir aðra viðskiptavini Space Adventures hafa greitt frá tuttugu til fjörutíu milljónir dala. Mawzawa er metinn á um 1,9 milljarð dala, sem samsvarar tæpum 250 milljörðum króna. 2 # pic.twitter.com/KSEvbyOgrF— 12/8 (@yousuck2020) December 5, 2021 Meazawa ætlar þó ekki eingöngu til ISS en hann hefur einnig bókað geimferð í kringum tunglið hjá SpaceX. Sú ferð verður í fyrsta lagi farin árið 2023. Í þá ferð ætlaði hann upprunalega að taka með sér listamenn og nýja kærustu og hóf hinn 46 ára gamli auðjöfur nokkurs konar kærustukeppni á netinu. Hann hætti þó við og bað fólk um að senda umsóknir. Hann segist hafa fengið milljón umsóknir um átta sæti í geimfarinu. Síðustu almennu borgarar sem fóru til geimstöðvarinnar voru Klim Shipenko, leikstjóri, og Júlía Peresild, leikkona, en þangað fóru þau til að taka upp atriði fyrir kvikmynd. Þeim var einnig skotið út í geim með Souyz-eldflaug og voru einnig í tólf daga um borð í geimstöðinni. Rússland Japan Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. 11. nóvember 2021 10:54 Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 Fyrstu kvikmyndatökunni úti í geim lokið Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur. 18. október 2021 13:21 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Með Meazawa verður Yozo Hirano, kvikmyndagerðarmaður sem á að festa geimferð auðjöfursins sem er talinn þrítugasti ríkasti maður Japans á filmu. Geimfarinn Alexander Misurkin fer sömuleiðis með þeim en hann er yfirmaður ferðarinnar. Til stendur að skjóta þremenningunum á loft á miðvikudaginn. Meazawa bókaði ferðina hjá bandaríska fyrirtækinu Space Adventures en það hefur sent sjö ferðamenn til ISS. Síðast fór Guy Laliberté þangað árið 2009, samkvæmt frétt Space.com. Ekki hefur verið gefinn upp hvað geimferð mannanna tveggja kostar en samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa sambærilegar ferðir kostað milljónir Bandaríkjadala. Space.com segir aðra viðskiptavini Space Adventures hafa greitt frá tuttugu til fjörutíu milljónir dala. Mawzawa er metinn á um 1,9 milljarð dala, sem samsvarar tæpum 250 milljörðum króna. 2 # pic.twitter.com/KSEvbyOgrF— 12/8 (@yousuck2020) December 5, 2021 Meazawa ætlar þó ekki eingöngu til ISS en hann hefur einnig bókað geimferð í kringum tunglið hjá SpaceX. Sú ferð verður í fyrsta lagi farin árið 2023. Í þá ferð ætlaði hann upprunalega að taka með sér listamenn og nýja kærustu og hóf hinn 46 ára gamli auðjöfur nokkurs konar kærustukeppni á netinu. Hann hætti þó við og bað fólk um að senda umsóknir. Hann segist hafa fengið milljón umsóknir um átta sæti í geimfarinu. Síðustu almennu borgarar sem fóru til geimstöðvarinnar voru Klim Shipenko, leikstjóri, og Júlía Peresild, leikkona, en þangað fóru þau til að taka upp atriði fyrir kvikmynd. Þeim var einnig skotið út í geim með Souyz-eldflaug og voru einnig í tólf daga um borð í geimstöðinni.
Rússland Japan Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. 11. nóvember 2021 10:54 Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 Fyrstu kvikmyndatökunni úti í geim lokið Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur. 18. október 2021 13:21 William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. 11. nóvember 2021 10:54
Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07
Fyrstu kvikmyndatökunni úti í geim lokið Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur. 18. október 2021 13:21
William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu. 13. október 2021 15:00