Sáttmáli framfara og vaxtar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 8. desember 2021 11:31 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga. Stefna og áherslumál Framsóknar skína í gegn, en sáttmálinn byggir á skynsömum lausnum, jafnrétti og á því að einstaklingurinn sé ávallt hjartað í kerfinu. Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar og framfara. Auka þarf verðmætasköpun og gefa fyrirtækjum nauðsynlegt svigrúm til að sækja fram, fjárfesta í tækjum og tólum til að standast samkeppni og ekki síður til að ráða fólk til starfa að nýju. Slíkt treystir ríkisfjármálin á ný og gefur okkur sem þjóð tækifæri til að vaxa og dafna til frekari velsældar. Einstaklingurinn er hjartað í kerfinu Við stöndum frammi fyrir mjög stórri áskorun, þeirri að þjóðin er að eldast. Stóra verkefnið er því áhersla á lýðheilsu með það að markmiði að fólk eigi betra líf á efri árum og sé minna háð þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Einnig er það ánægjulegt að auka skuli sveigjanleika í starfslokum hjá hinu opinbera, en slíkt stuðlar að því að fólk verði lengur virkir þátttakendur í samfélaginu og á vinnumarkaði. Auk þess er það skref í rétta átt að frítekjumark atvinnutekna verði tvöfaldað um næstu áramót. Ég fagna því sérstaklega að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur, en samhliða því er mikilvægt að virkt samtal eigi sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins og að nauðsynlegt fjármagn fari á rétta staði. Sveitarfélög vilja þjónusta íbúa vel, en það sem hefur gerst við tilfærslu stórra málaflokka frá ríki til sveitarfélaga er að þjónustan hefur færst nær fólkinu, hún aukist og orðið betri. Það hefur falið í sér umtalsverðan kostnaðarauka hjá sveitarfélögunum. Ráðist verður í vinnu við að bæta stöðu langveikra og alvarlega fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra með nýju fyrirkomulagi umönnunarstyrks og umönnunargreiðslna, ásamt því að foreldrum sem missa barn verður tryggt sorgarleyfi. Einnig er rétt að nefna að áfram verður unnið að því mikilvæga verkefni í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. 16,3 milljarða aukning til heilbrigðismála Tækifæri eru til framsóknar í heilbrigðismálum og ánægjulegt er að framlög til málaflokksins séu að hækka um 16,3 milljarða. Um leið og fjármagn er aukið, er einnig svigrúm til að nýta fjármuni betur. Heilbrigðiskerfið á að veita fólki þá þjónustu sem það þarf og gera það innan skilgreinds biðtíma. Geðheilbrigðismál þurfa að vera í forgangi á kjörtímabilinu en ýmis jákvæð teikn eru á lofti sé tekið mið af markmiðum ríkisstjórnarinnar. Því þarf að fylgja eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar