Heildareignir félagsins eru metnar á 6.335 milljónir króna og eigið fé er 4.604 milljónir króna.
Stjórn félagsins mun leggja til arðgreiðslur til hluthafa á aðalfundi félagsins. Lagerinn Dutch Holding BV fer með 93 prósent eignarhlut í félaginu, Sellas BV með 6,93 prósent og Jakup Napoleon Parkhus með 0,07 prósent.
Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Færeyingurinn Jakúp á Dul Jacobsen raunverulegur eigandi Lagersins Iceland ehf. með 99 prósent eignarhlut. Hann er stofnandi Rúmfatalagersins
Þá segir að dótturfélagið Jóska ehf. hafi verið selt móðurfélaginu Lagerinn Dutch Holding BV.