Spænski kvennaboltinn útilokaður frá mögulegri fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 10:31 Ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona eru langbesta lið í heimi. Það virðist þó sem liðið standi höllum fæti fjárhagslega gegn stærstu liðum Evrópu. Boris Streubel/Getty Images Það virðist sem spænsk knattspyrna gæti farið að blómstra á ný en talið er að félög í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, séu við það að fá innspýtingu upp á þrjá milljarða evra á komandi árum. Kvennaboltinn mun hins vegar ekki fá sjá krónu af þessari upphæfð. Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira