Það eina stöðuga við tímabilið hjá Lakers er óstöðugleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 15:31 Spilamennska Russells Westbrook hefur líkt og hjá Lakers-liðinu í heild verið upp og niður það sem af er leiktíð. Justin Ford/Getty Images Tímabilið hjá Los Angeles Lakers hefur verið vægast sagt upp og niður. Þegar liðið virðist loks hafa hrist af sér slenið tapar það gegn slökum mótherjum og þegar það virðist vera að sökkva í hyldýpi vinnur það góða sigra. Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum