Breytti leikstílnum og Real komið með aðra hönd á titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2021 07:01 Carlo Ancelotti og Luka Modric fagna sigri Real á Atlético. Jose Breton/Getty Images La Liga, spænska úrvalsdeildin í knattpsyrnu, er vart hálfnuð en það má með sanni segja að lærisveinar Carlo Ancelotti í Real Madríd séu nú þegar komnir með aðra hönd á titilinn. Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira