Samantekt COP26 Jan Erik Saugestad skrifar 15. desember 2021 08:01 Jarðefnaeldsneytisnotkun sætir takmörkunum, náttúran sett í forgang – frekari skerpingar á markmiðum á döfinni Þótt COP26-ráðstefnan hafi verið árangursrík vantar enn upp á að aðildarlöndin komi sér saman um stefnu er leggur grunninn að áþreifanlegum skuldbindingum sem geri okkur kleift að ná markmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka hitnun jarðar við 1,5°C. Samningi hefur verið náð, þótt ófullkominn sé, og hann hefur raunveruleg áhrif á atvinnulífið. Við lítum svo á að COP26-samningurinn geri vel stæðum fyrirtækjum kleift að njóta ávinnings af því að vera opin og heiðarleg um það hvernig þeim vegni á vegferð sinni að aukinni sjálfbærni, og að fjárfesta samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Í stórum dráttum lítur þetta út svona: Jarðefnaeldsneyti sett til hliðar Notkun kola er að líða undir lok. Í fyrsta skipti hafa kol verið nefnd sérstaklega í lokaákvörðun COP. Helsta einkenni samningsins er skýrt loforð um að „skipta yfir í orkukerfi sem minnki útblástur, m.a. með því að hraða þróun aðgerða sem stuðli að framleiðslu hreinnar orku og bættri orkunýtni, auk þess að draga hraðar úr notkun kola til orkuframleiðslu og sömuleiðis að draga úr óskilvirkum styrkjum sem stuðli að notkun jarðefnaeldsneytis.“ Samningurinn kallar á endalok „óskilvirkra jarðefnaeldsneytisstyrkja“ en án þess að tilgreina tímasetningar eða útskýra hvað „óskilvirkur“ þýði. Í ákvæðinu er einnig viðurkennt að þörf sé á því að styðja starfsfólk í þessum atvinnugreinum svo það geti fundið aðra vinnu. Yfir 40 ríki hafa samþykkt að draga úr notkun kola, sem eru meginorsök loftslagsbreytinga og voru notuð til að framleiða um 37% raforku í heiminum árið 2019. Mörg þau ríki sem eru mest háð kolum, þ.m.t. Ástralía, Indland, Kína og Bandaríkin, hafa ekki skuldbundið sig til að minnka notkun þeirra. Mikil minnkun á útblæstri metans Um 100 ríki hafa samþykkt áætlun um að minnka útblástur metans um 30% frá núverandi gildum fyrir árið 2030. Metan er ein stórvirkasta gróðurhúsalofttegund sem til er og er völd að þriðjungi jarðhlýnunar af manna völdum. Meirihluti metanútblásturs kemur frá margvíslegri starfsemi, svo sem nautgriparækt og förgun úrgangs. Stórþjóðir eins og Kína, Rússland og Indland hafa ekki enn skrifað undir samninginn þótt þær beri ábyrgð á stórum hluta metanútblásturs, en vonir standa til að þær skrifa undir síðar. Reglur um kolefnismarkað fela í sér tækifæri til fjárfestinga COP26-samningurinn gerir þjóðum kleift að ná hluta loftslagsmarkmiða sinna með því að kaupa svokallaða útblástursinneign þeirra sem hafa dregið úr útblæstri. Slík viðskipti geta fjármagnað verkefni að virði billjóna bandaríkjadala í tengslum við skógarvernd, þróun og eflingu endurnýtanlegrar orku og aðrar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þetta viðskiptafyrirkomulag er einn kafli í svo kallaðri Reglubók Parísarsáttmálans sem er loksins fullbúinn. Með reglunum sem samþykktar hafa verið er hægt að þróa markað fyrir einingar sem endurspegli minnkun á útblæstri og megi fara kaupum og sölum á markaði samkvæmt 6. grein samningsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir tvítalningu inneignar og undanskilja inneign frá því fyrir árið 2013 í því skyni að tryggja að áhersla sé á nýrri inneign sem leiði til raunverulegrar minnkunar á útblæstri. Náttúran og skógareyðing settar í forgang Náttúran skipaði mikilvægan sess á dagskrá COP-ráðstefnunnar, auk sameiginlegs sjónarmiðs um að líffræðileg fjölbreytni sé jafn mikil áskorun og loftslagsmál og að þau séu tengdir þættir. Leiðtogar frá fleiri en 100 ríkjum heims sem hafa að geyma um 85% skóglendis jarðarinnar lofuðu að stöðva skógareyðingu fyrir árið 2030. Fyrri átaksverkefni af svipuðu tagi hafa ekki stöðvað eyðingu skóga en í þetta skipti er málefnið betur fjármagnað en áður. Hins vegar er ekki komið á hreint hvernig eftirliti með loforðunum verði háttað. Fjármálafyrirtæki hafa stigið fram til stuðnings skógarverndar. Í þessari viku hafa þrjátíu og þrjú leiðandi fjármálafyrirtæki með um 8,7 billjónir bandaríkjadala í stýringu skuldbundið sig til að binda enda, fyrir árið 2025, á fjárfestingum í landbúnaðarhráefni sem stuðli að skógareyðingu. Einhver fjármögnun til sanngjarna orkuskipta Í samningnum er viðurkennt að þörf sé á því að „styðja við þá fátækustu og viðkvæmustu m.t.t. ríkisaðstæðna og að viðurkenna nauðsyn þess að styðja við sanngjörn orkuskipti.“ Felur þetta í sér mikið flæði fjármagns frá þróuðum ríkjum til þróunarlanda. Í lokaútgáfu samningsins er „harmað“ að ríkari lönd skuli ekki hafa náð markmiði sínu fyrir árið 2020 um að veita árlegan fjárstuðning að upphæð 100 milljarða bandaríkjadala til að aðstoða þróunarlönd. Tekið er fram að þau skuldbindi sig til að veita a.m.k. þá upphæð til ársins 2025. Minnkun á útblæstri frá bílaflotanum í brennidepli Hópur ríkja og fyrirtækja skrifuðu undir skuldbindingu um að skipta yfir í útblásturslausa bíla fyrir árið 2040, og ekki síðar en 2035 á leiðandi bílamörkuðum. Bentu gagnrýnendur á að stórþjóðir á borð við Bandaríkin, Þýskaland, Kína og Japan ásamt nokkrum stærstu bílaframleiðendum heims hafi setið hjá. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnun þurfi 60 prósent nýrra bíla að vera rafhlöðuknúnir árið 2030 og binda þurfi enda á notkun sprengihreyfilsbíla fyrir 2035 til þess að ná markmiðinu um að takmarka jarðhlýnun við 1,5°C. Margir eru þeirrar skoðunar að þessi skuldbinding nægi ekki til að ná því markmiði. Fjármagn gegni stærra hlutverki Einkageirinn er hvattur til að gegna hlutverki sínu í að afla þess fjármagns sem þarf til að innleiða áætlanir um loftslagsaðlögun. Einkafjármagn að fjárhæð yfir 130 milljarðar bandaríkjadala var eyrnamerkt skiptum hagkerfisins yfir í kolefnishlutleysi. Fleiri en 450 fyrirtæki frá 45 þjóðlöndum hafa skuldbundið sig til að veita fjármagn til málefnisins. Sér í lagi hafa 450 fjármálafyrirtæki með um 130 billjónir bandaríkjadala í stýringu samþykkt að styðja „hreina“ tækni á borð við endurnýtanlega orku og að beina fjármagni frá jarðefnaeldsneytisfrekum iðnaði. Þetta átak felur í sér tilraun til að fá einkafyrirtæki til að taka þátt í að ná markmiðum um kolefnishlutleysi og að veita fjármagn til grænnar tækni. Sem stendur er engin formleg skilgreining á því hvað hlutleysismarkmið feli í sér en nokkrar leiðandi stofnanir hafa sett skammtímamarkmið og sýnt hollustu við málefnið. Útblæstri í vöruflutningi minnki Danmörk átti frumkvæði að því að setja strangari loftslagsmarkið í vöruflutningum en ríki á borð við Noreg og Bandaríkin fylgdu í kjölfarið. Þótt Alþjóðsiglingamálastofnunin (International Maritime Organization, IMO) hafi áður sett útblástursmarkmið utan Parísarsáttmálans er afar mikilvægt að COP26-samningurinn skuli taka til vöruflutnings. Þar sem allt að því 90 prósent vöru í heimsviðskiptum er flutt á sjó orsakar vöruflutningur nærri því 3 prósent losunar CO2 á heimsvísu. Auknar skuldbindingar í náinni framtíð Þótt Glasgow ráðstefnan hafi ekki leitt til lokunar á svokölluðu útblástursbili, sem er brýnn þáttur í að ná 1,5 gráðu markmiðinu, hefur hún komið af stað ferli sem tekur á þessu bili og skorar á ríki heims að setja strangari þjóðleg markmið fyrir lok ársins 2022. Flest stjórnvöld hafa sett markmið um kolefnishlutleysi en ekki skilgreint hvernig þau muni ná þeim. Það sést þó ljós við endann á göngunum. Fyrir lok ársins 2022 eru þjóðir beðnar um að uppfæra og herða loftslagsmarkmið sín sem náð skuli árið 2030, og á árinu 2023 munu samningsaðilar koma saman að nýju til að endurskoða markmiðin á heimsvísu. Það þýðir að við megum vænta þess að frekari skuldbindingar bætist við þær sem samkomulag var um í Glasgow. Höfundur er forstjóri norska eignastýringafyrirtækisins Storebrand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Jarðefnaeldsneytisnotkun sætir takmörkunum, náttúran sett í forgang – frekari skerpingar á markmiðum á döfinni Þótt COP26-ráðstefnan hafi verið árangursrík vantar enn upp á að aðildarlöndin komi sér saman um stefnu er leggur grunninn að áþreifanlegum skuldbindingum sem geri okkur kleift að ná markmiðum Parísarsáttmálans um að takmarka hitnun jarðar við 1,5°C. Samningi hefur verið náð, þótt ófullkominn sé, og hann hefur raunveruleg áhrif á atvinnulífið. Við lítum svo á að COP26-samningurinn geri vel stæðum fyrirtækjum kleift að njóta ávinnings af því að vera opin og heiðarleg um það hvernig þeim vegni á vegferð sinni að aukinni sjálfbærni, og að fjárfesta samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Í stórum dráttum lítur þetta út svona: Jarðefnaeldsneyti sett til hliðar Notkun kola er að líða undir lok. Í fyrsta skipti hafa kol verið nefnd sérstaklega í lokaákvörðun COP. Helsta einkenni samningsins er skýrt loforð um að „skipta yfir í orkukerfi sem minnki útblástur, m.a. með því að hraða þróun aðgerða sem stuðli að framleiðslu hreinnar orku og bættri orkunýtni, auk þess að draga hraðar úr notkun kola til orkuframleiðslu og sömuleiðis að draga úr óskilvirkum styrkjum sem stuðli að notkun jarðefnaeldsneytis.“ Samningurinn kallar á endalok „óskilvirkra jarðefnaeldsneytisstyrkja“ en án þess að tilgreina tímasetningar eða útskýra hvað „óskilvirkur“ þýði. Í ákvæðinu er einnig viðurkennt að þörf sé á því að styðja starfsfólk í þessum atvinnugreinum svo það geti fundið aðra vinnu. Yfir 40 ríki hafa samþykkt að draga úr notkun kola, sem eru meginorsök loftslagsbreytinga og voru notuð til að framleiða um 37% raforku í heiminum árið 2019. Mörg þau ríki sem eru mest háð kolum, þ.m.t. Ástralía, Indland, Kína og Bandaríkin, hafa ekki skuldbundið sig til að minnka notkun þeirra. Mikil minnkun á útblæstri metans Um 100 ríki hafa samþykkt áætlun um að minnka útblástur metans um 30% frá núverandi gildum fyrir árið 2030. Metan er ein stórvirkasta gróðurhúsalofttegund sem til er og er völd að þriðjungi jarðhlýnunar af manna völdum. Meirihluti metanútblásturs kemur frá margvíslegri starfsemi, svo sem nautgriparækt og förgun úrgangs. Stórþjóðir eins og Kína, Rússland og Indland hafa ekki enn skrifað undir samninginn þótt þær beri ábyrgð á stórum hluta metanútblásturs, en vonir standa til að þær skrifa undir síðar. Reglur um kolefnismarkað fela í sér tækifæri til fjárfestinga COP26-samningurinn gerir þjóðum kleift að ná hluta loftslagsmarkmiða sinna með því að kaupa svokallaða útblástursinneign þeirra sem hafa dregið úr útblæstri. Slík viðskipti geta fjármagnað verkefni að virði billjóna bandaríkjadala í tengslum við skógarvernd, þróun og eflingu endurnýtanlegrar orku og aðrar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Þetta viðskiptafyrirkomulag er einn kafli í svo kallaðri Reglubók Parísarsáttmálans sem er loksins fullbúinn. Með reglunum sem samþykktar hafa verið er hægt að þróa markað fyrir einingar sem endurspegli minnkun á útblæstri og megi fara kaupum og sölum á markaði samkvæmt 6. grein samningsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir tvítalningu inneignar og undanskilja inneign frá því fyrir árið 2013 í því skyni að tryggja að áhersla sé á nýrri inneign sem leiði til raunverulegrar minnkunar á útblæstri. Náttúran og skógareyðing settar í forgang Náttúran skipaði mikilvægan sess á dagskrá COP-ráðstefnunnar, auk sameiginlegs sjónarmiðs um að líffræðileg fjölbreytni sé jafn mikil áskorun og loftslagsmál og að þau séu tengdir þættir. Leiðtogar frá fleiri en 100 ríkjum heims sem hafa að geyma um 85% skóglendis jarðarinnar lofuðu að stöðva skógareyðingu fyrir árið 2030. Fyrri átaksverkefni af svipuðu tagi hafa ekki stöðvað eyðingu skóga en í þetta skipti er málefnið betur fjármagnað en áður. Hins vegar er ekki komið á hreint hvernig eftirliti með loforðunum verði háttað. Fjármálafyrirtæki hafa stigið fram til stuðnings skógarverndar. Í þessari viku hafa þrjátíu og þrjú leiðandi fjármálafyrirtæki með um 8,7 billjónir bandaríkjadala í stýringu skuldbundið sig til að binda enda, fyrir árið 2025, á fjárfestingum í landbúnaðarhráefni sem stuðli að skógareyðingu. Einhver fjármögnun til sanngjarna orkuskipta Í samningnum er viðurkennt að þörf sé á því að „styðja við þá fátækustu og viðkvæmustu m.t.t. ríkisaðstæðna og að viðurkenna nauðsyn þess að styðja við sanngjörn orkuskipti.“ Felur þetta í sér mikið flæði fjármagns frá þróuðum ríkjum til þróunarlanda. Í lokaútgáfu samningsins er „harmað“ að ríkari lönd skuli ekki hafa náð markmiði sínu fyrir árið 2020 um að veita árlegan fjárstuðning að upphæð 100 milljarða bandaríkjadala til að aðstoða þróunarlönd. Tekið er fram að þau skuldbindi sig til að veita a.m.k. þá upphæð til ársins 2025. Minnkun á útblæstri frá bílaflotanum í brennidepli Hópur ríkja og fyrirtækja skrifuðu undir skuldbindingu um að skipta yfir í útblásturslausa bíla fyrir árið 2040, og ekki síðar en 2035 á leiðandi bílamörkuðum. Bentu gagnrýnendur á að stórþjóðir á borð við Bandaríkin, Þýskaland, Kína og Japan ásamt nokkrum stærstu bílaframleiðendum heims hafi setið hjá. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnun þurfi 60 prósent nýrra bíla að vera rafhlöðuknúnir árið 2030 og binda þurfi enda á notkun sprengihreyfilsbíla fyrir 2035 til þess að ná markmiðinu um að takmarka jarðhlýnun við 1,5°C. Margir eru þeirrar skoðunar að þessi skuldbinding nægi ekki til að ná því markmiði. Fjármagn gegni stærra hlutverki Einkageirinn er hvattur til að gegna hlutverki sínu í að afla þess fjármagns sem þarf til að innleiða áætlanir um loftslagsaðlögun. Einkafjármagn að fjárhæð yfir 130 milljarðar bandaríkjadala var eyrnamerkt skiptum hagkerfisins yfir í kolefnishlutleysi. Fleiri en 450 fyrirtæki frá 45 þjóðlöndum hafa skuldbundið sig til að veita fjármagn til málefnisins. Sér í lagi hafa 450 fjármálafyrirtæki með um 130 billjónir bandaríkjadala í stýringu samþykkt að styðja „hreina“ tækni á borð við endurnýtanlega orku og að beina fjármagni frá jarðefnaeldsneytisfrekum iðnaði. Þetta átak felur í sér tilraun til að fá einkafyrirtæki til að taka þátt í að ná markmiðum um kolefnishlutleysi og að veita fjármagn til grænnar tækni. Sem stendur er engin formleg skilgreining á því hvað hlutleysismarkmið feli í sér en nokkrar leiðandi stofnanir hafa sett skammtímamarkmið og sýnt hollustu við málefnið. Útblæstri í vöruflutningi minnki Danmörk átti frumkvæði að því að setja strangari loftslagsmarkið í vöruflutningum en ríki á borð við Noreg og Bandaríkin fylgdu í kjölfarið. Þótt Alþjóðsiglingamálastofnunin (International Maritime Organization, IMO) hafi áður sett útblástursmarkmið utan Parísarsáttmálans er afar mikilvægt að COP26-samningurinn skuli taka til vöruflutnings. Þar sem allt að því 90 prósent vöru í heimsviðskiptum er flutt á sjó orsakar vöruflutningur nærri því 3 prósent losunar CO2 á heimsvísu. Auknar skuldbindingar í náinni framtíð Þótt Glasgow ráðstefnan hafi ekki leitt til lokunar á svokölluðu útblástursbili, sem er brýnn þáttur í að ná 1,5 gráðu markmiðinu, hefur hún komið af stað ferli sem tekur á þessu bili og skorar á ríki heims að setja strangari þjóðleg markmið fyrir lok ársins 2022. Flest stjórnvöld hafa sett markmið um kolefnishlutleysi en ekki skilgreint hvernig þau muni ná þeim. Það sést þó ljós við endann á göngunum. Fyrir lok ársins 2022 eru þjóðir beðnar um að uppfæra og herða loftslagsmarkmið sín sem náð skuli árið 2030, og á árinu 2023 munu samningsaðilar koma saman að nýju til að endurskoða markmiðin á heimsvísu. Það þýðir að við megum vænta þess að frekari skuldbindingar bætist við þær sem samkomulag var um í Glasgow. Höfundur er forstjóri norska eignastýringafyrirtækisins Storebrand.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun