Curry sló metið og fagnaði með þeim sem átti það Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 07:30 Stephen Curry faðmar pabba sinn, Dell Curry, eftir að hafa slegið metið yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni. AP/Mary Altaffer Stephen Curry getur nú státað sig af því að hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann sló met Ray Allen í nótt, fyrir framan fráfarandi methafa. Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Curry var ekkert að tvínóna við hlutina, í 105-96 sigri Golden State Warriors á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Hann hóf að setja niður þrista í fyrsta leikhluta og sló metið þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum. "STEPHEN CURRY...THE ALL-TIME THREE-POINT KING IN THE NBA."History.#NBA75 pic.twitter.com/8SawFh2QFk— NBA (@NBA) December 15, 2021 Eftir leikinn í gær hefur Curry skorað 2.977 þriggja stiga körfur á ferlinum, fjórum fleiri en Ray Allen, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 789 leiki samanborið við 1.300 leiki Allens. Reggie Miller er í 3. sæti á listanum með 2.560 þrista en þeir Allen og Miller voru báðir á meðal áhorfenda í nótt. Gert var hlé á leiknum á meðan að áfanganum var fagnað og Curry fékk tækifæri til að faðma foreldra sína, liðsfélaga og Allen, sem átt hafði metið í áratug. View this post on Instagram A post shared by Ray Allen (@trayfour) „Mér fannst þetta fullkomið kvöld,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, sem tók leikhlé eftir að metið féll svo að hægt væri að fagna. „Þetta undirstrikar hver hann er og viðbrögð hans við þessu voru fullkomin,“ sagði Kerr. Curry hefur sex sinnum á ferlinum átt leiktíð þar sem að hann setur niður flesta þrista allra í deildinni. Hann hefur tvisvar verið útnefndur besti leikmaður deildarinnar og þrisvar fagnað NBA-meistaratitlinum. Curry endaði með 22 stig í nótt og var stigahæstur í sínu liði. Golden State er áfram með besta árangurinn það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en liðið hefur nú unnið 23 leiki og tapað aðeins 5. Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 96-105 Golden State Brooklyn 131-129 (e. framl.) Toronto Portland 107-111 (e. framl.) Phoenix
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira