Sneri aftur eftir kórónuveirusmit og skoraði 38 stig í sigri á Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 07:31 DeMar DeRozan var mjög öflugur í sigri Chicago Bulls á Los Angeles Lakers í nótt. AP/Nam Y. Huh Kórónuveiran setur mikinn svip á NBA-deildina þessa dagana. Fresta þurfti þremur leikjum í nótt og flest lið líka þurftu að spila án leikmanna og sum meira að segja án þjálfara sinna. DeMar DeRozan mætti aftur á móti hress og kátur eftir tveggja vikna fjarveru vegna kórónuveirusmits. Hann skoraði 38 stig fyrir Chicago Bulls í 115-110 sigri á Los Angeles Lakers. Nikola Vucevic skorðai 19 stig og tók 13 fráköst fyrir Bulls og Lonzo Ball var með 19 stig. 19 PTS in the 4th. 38 PTS for the game.@DeMar_DeRozan leads the charge in the @chicagobulls dub pic.twitter.com/jfy6sATvZA— NBA (@NBA) December 20, 2021 Bulls liðið er að braggast eftir að misst tíu leikmenn um tíma í smit en tveimur leikjum liðsins var frestað vegna þessa í síðustu viku. Lykilmaðurinn Zach LaVine var samt einn af fjórum mönnum sem eru enn fjarverandi. LeBron James var með 31 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers en hitti aðeins úr 1 af 7 þriggja stiga skotum. Carmelo Anthony skoraði 21 stig og Russell Westbrook var með 20 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð en að þessu sinni voru þeir án aðalþjálfarans Frank Vogel sem er smitaður. Liðið lék líka án sex leikmanna því Kent Bazemore, Avery Bradley, Talen Horton-Tucker. Dwight Howard, Malik Monk og Austin Reaves eru allir með veiruna. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Lakers menn misstu Anthony Davis í meiðsli sem missir af leikjum liðsins næstu fjórar vikur hið minnsta. Lakers var einu stigi yfir þegar mínúta var eftir en DeMar DeRozan kom Bulls í 111-110 þegar 52 sekúndur voru eftir. Lakers skoraði ekki eftir það og Chicago kláraði leikinn á vítalínunni. Raining threes in the desert The @Suns knock down a season-high 20 3-pointers on their way to the big win! pic.twitter.com/Nkqpo53fXU— NBA (@NBA) December 20, 2021 Devin Booker mætti á ný í lið Phoenix Suns sem vann 137-106 stórsigur á Charlotte Hornets. Booker skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik eftir sjö leikja fjarveru vegna tognunnar aftan í læri. Deandre Ayton var með 15 stig og 15 fráköst og Javale McGee kom með 19 stig á 16 mínútum af bekknum. Stigaskorið dreifðist hjá besta liði deildarinnar. Mikal Bridges skoraði 16 stig, Landry Shamet var með 15 stig, þeir Jae Crowder og Chris Paul skoruðu báðir 14 stig, Cam Johnson var með 12 stig og Cameron Payne skoraði 11 stig. Níu leikmenn með ellefu stig eða meira sem hafði ekki gerst hjá Phoenix Suns síðan 1991. Season-high 27 PTS Career-high tying 11 AST @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings charge in the win! pic.twitter.com/RDIZzWrEZb— NBA (@NBA) December 20, 2021 Doug Christie stýrði liði Sacramento Kings í 121-114 sigri á San Antonio Spurs en aðalþjálfarinn Alvin Gentry er með veiruna. Buddy Hield skoraði 18 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta og var alls með sjö þrista í leiknum. Tyrese Haliburton var síðan með 27 stig og 11 stoðsendingar og þá skoraði Damian Jones 23 stig. Hield var rosalegur í lokin og alls með 24 stig á síðustu fimmtán mínútunum. @KarlTowns (24 PTS) and @Dloading (22 PTS) power the @Timberwolves to their fourth-straight victory! pic.twitter.com/WisSmvZlWC— NBA (@NBA) December 20, 2021 Luka Doncic var ekki með Dallas Mavericks sem tapaði 111-105 á móti innesota Timberwolves og missti Kristaps Porzingis líka meiddan af velli í þriðja leikhluta. Karl-Anthony Towns skoraði 24 stig fyrir Úlfana og D'Angelo Russell var með 22 stig. Tim Hardaway Jr. skoraði 28 stig fyrir Dallas. Úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 115-110 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 137-106 Detroit Pistons - Miami Heat 100-90 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 100-105 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 121-114 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 111-105 @Dame_Lillard drops 32 PTS to lead the @trailblazers to victory! pic.twitter.com/dN6Mw43TaE— NBA (@NBA) December 20, 2021 The NBA has announced the following: pic.twitter.com/rnNhuq0hc1— NBA Communications (@NBAPR) December 19, 2021 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
DeMar DeRozan mætti aftur á móti hress og kátur eftir tveggja vikna fjarveru vegna kórónuveirusmits. Hann skoraði 38 stig fyrir Chicago Bulls í 115-110 sigri á Los Angeles Lakers. Nikola Vucevic skorðai 19 stig og tók 13 fráköst fyrir Bulls og Lonzo Ball var með 19 stig. 19 PTS in the 4th. 38 PTS for the game.@DeMar_DeRozan leads the charge in the @chicagobulls dub pic.twitter.com/jfy6sATvZA— NBA (@NBA) December 20, 2021 Bulls liðið er að braggast eftir að misst tíu leikmenn um tíma í smit en tveimur leikjum liðsins var frestað vegna þessa í síðustu viku. Lykilmaðurinn Zach LaVine var samt einn af fjórum mönnum sem eru enn fjarverandi. LeBron James var með 31 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Lakers en hitti aðeins úr 1 af 7 þriggja stiga skotum. Carmelo Anthony skoraði 21 stig og Russell Westbrook var með 20 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð en að þessu sinni voru þeir án aðalþjálfarans Frank Vogel sem er smitaður. Liðið lék líka án sex leikmanna því Kent Bazemore, Avery Bradley, Talen Horton-Tucker. Dwight Howard, Malik Monk og Austin Reaves eru allir með veiruna. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Lakers menn misstu Anthony Davis í meiðsli sem missir af leikjum liðsins næstu fjórar vikur hið minnsta. Lakers var einu stigi yfir þegar mínúta var eftir en DeMar DeRozan kom Bulls í 111-110 þegar 52 sekúndur voru eftir. Lakers skoraði ekki eftir það og Chicago kláraði leikinn á vítalínunni. Raining threes in the desert The @Suns knock down a season-high 20 3-pointers on their way to the big win! pic.twitter.com/Nkqpo53fXU— NBA (@NBA) December 20, 2021 Devin Booker mætti á ný í lið Phoenix Suns sem vann 137-106 stórsigur á Charlotte Hornets. Booker skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik eftir sjö leikja fjarveru vegna tognunnar aftan í læri. Deandre Ayton var með 15 stig og 15 fráköst og Javale McGee kom með 19 stig á 16 mínútum af bekknum. Stigaskorið dreifðist hjá besta liði deildarinnar. Mikal Bridges skoraði 16 stig, Landry Shamet var með 15 stig, þeir Jae Crowder og Chris Paul skoruðu báðir 14 stig, Cam Johnson var með 12 stig og Cameron Payne skoraði 11 stig. Níu leikmenn með ellefu stig eða meira sem hafði ekki gerst hjá Phoenix Suns síðan 1991. Season-high 27 PTS Career-high tying 11 AST @TyHaliburton22 leads the @SacramentoKings charge in the win! pic.twitter.com/RDIZzWrEZb— NBA (@NBA) December 20, 2021 Doug Christie stýrði liði Sacramento Kings í 121-114 sigri á San Antonio Spurs en aðalþjálfarinn Alvin Gentry er með veiruna. Buddy Hield skoraði 18 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta og var alls með sjö þrista í leiknum. Tyrese Haliburton var síðan með 27 stig og 11 stoðsendingar og þá skoraði Damian Jones 23 stig. Hield var rosalegur í lokin og alls með 24 stig á síðustu fimmtán mínútunum. @KarlTowns (24 PTS) and @Dloading (22 PTS) power the @Timberwolves to their fourth-straight victory! pic.twitter.com/WisSmvZlWC— NBA (@NBA) December 20, 2021 Luka Doncic var ekki með Dallas Mavericks sem tapaði 111-105 á móti innesota Timberwolves og missti Kristaps Porzingis líka meiddan af velli í þriðja leikhluta. Karl-Anthony Towns skoraði 24 stig fyrir Úlfana og D'Angelo Russell var með 22 stig. Tim Hardaway Jr. skoraði 28 stig fyrir Dallas. Úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 115-110 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 137-106 Detroit Pistons - Miami Heat 100-90 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 100-105 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 121-114 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 111-105 @Dame_Lillard drops 32 PTS to lead the @trailblazers to victory! pic.twitter.com/dN6Mw43TaE— NBA (@NBA) December 20, 2021 The NBA has announced the following: pic.twitter.com/rnNhuq0hc1— NBA Communications (@NBAPR) December 19, 2021
Úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Chicago Bulls - Los Angeles Lakers 115-110 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 137-106 Detroit Pistons - Miami Heat 100-90 Memphis Grizzlies - Portland Trail Blazers 100-105 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 121-114 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 111-105
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira