Íslandsbanki: Eftir hverju er að bíða? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 21. desember 2021 13:00 Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Það var reglulega ánægjulegt að fylgjast með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra taka við verðlaunum fyrir viðskipti ársins að mati dómnefndar Innherja, nýs viðskiptamiðils Vísis. Og hver voru þessi viðskipti ársins? Jú, salan á 35% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hrakspár úr röðum stjórnarandstæðinga um að nú myndi gömul saga endurtaka sig reyndust á sandi reistar. Efnt var til almenns hlutfjárútboðs og skráningar í Kauphöll og gafst almenningi kostur á að taka virkan þátt. Niðurstaðan varð dreift eignarhald, eins og að var stefnt, og 55 milljarðar króna í ríkissjóð. Það munar um minna fyrir almannahag þegar ríkissjóður hefur þurft að verja hundruð milljarða króna í björgunaraðgerðir til varnar fólki og fyrirtækjum vegna heimsfaraldursins. Salan á bankanum lækkar þann reikning og léttir byrðar skattgreiðenda þegar fram í sækir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs, sem nú liggur fyrir þinginu, er ráðgert að eftirstandandi hlutur ríkisins verði að fullu seldur innan tveggja ára. Því spyr ég þing og þjóð, er eftir einhverju að bíða? Sá hlutur sem nú er í höndum ríkisins er í dag jafn mikils virði og allur hlutur ríkisins var fyrir söluna. Þetta hefur gerst vegna þess að markaðsöflin hafa verið leyst úr læðingi og aukið verðmæti bankans. Ég vil benda þeim á sem hafa áhyggjur vegna bankahrunsins 2008 og telja að banki í einkaeigu sé ávísun á ófarir, að allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur gjörbreyst síðan þá og verið treyst, ekki bara hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim. Stjórnvöld og fjármálageirinn lærðu af biturri reynslu. Það sem gerðist þá getur ekki endurtekið sig nú með sams konar hætti. Bankarekstur er hins vegar í eðli sínu áhætturekstur og getur sveiflast til. Geirinn þarf að vera kvikur til að bregðast við kalli samtímans og nýjustu tækniframförum. Það er því óeðlilegt og hamlandi að ríkið sé með stóran hluta bankakerfisins á sinni hendi. Það gefur stjórnmálamönnum völd sem þeim ber ekki að fara með og slíkt fyrirkomulag minnkar hagræði í rekstri og dregur úr ávinningi viðskiptavina. Margvísleg innviðauppbygging og niðurgreiðsla Covid-hallans er meðal helstu verkefna ríkissjóðs. Okkur ber að sinna þeim verkefnum sem varða almannahag og láta markaðinn um hitt. Klárum söluna á Íslandsbanka, landi og lýð til heilla. Höfundur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.