Ekkert fararsnið á Þóri sem segir kjarnann í norska liðinu geta spilað á ÓL 2024 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2021 10:31 Þórir Hergeirsson hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta. epa/Joan Monfort Þórir Hergeirsson segir ekkert því til fyrirstöðu að norska kvennalandsliðið í handbolta geti ekki haldið áfram að vinna til verðlauna á stórmótum. Hann heldur ótrauður áfram með liðið. Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári. Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári.
Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira