Á blóðslóð Sigríður Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 14:00 Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla). Þetta þríeyki telur sig hafa flett ofan af þjóðfélagsmeininu dýraníði, sem bændur beiti hross á 119 bæjum hringinn í kringum landið og fjölmiðlarnir hafa útvarpað þessum boðskap viðstöðulaust. Upphaf þessa máls var frumvarp til laga um bann við blóðmerahaldi sem Inga Sæland lagði fram til Alþingis í febrúar 2021. Frumvarpið var sett fram af mikilli vanþekkingu og þar voru flestar fullyrðingar rangar. Allmargar athugasemdir bárust þinginu, þar sem leitast var við að greina frá helstu staðreyndum varðandi blóðmerahald og blóðtöku. Eftir að nýtt þing var loksins sett í byrjun vetrar eftir langt hlé, vildi svo undarlega til að útlendu öfgasamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) settu YouTube myndband í loftið, til þess gert að sýna hvernig bændur og dýralæknar níðast á blóðmerum á Íslandi. Þessi samtök dæla út nokkrum myndböndum í hverjum mánuði til að knýja starfsemi sína. Efnið er áróður gegn hvers kyns dýrahaldi ásamt því að auglýsa brjóstgæði samtakanna sjálfra. Tímasetning þessarar birtingar getur ekki verið tilviljun, því í kjölfarið stökk Inga Sæland aftur fram með frumvarp sitt fyrir hið nýja þing, nú með nýrri greinargerð. Hún grenjaði DÝRANÍÐ í öllum fjölmiðlum. Sönnunargagnið var YouTube myndband AWF. Fjölmiðlarnir tóku undir, hömpuðu ræmunni og kölluðu hana heimildarkvikmynd. Gagnrýnisleysið var algert. RÚV tók til dæmis drottningarviðtal við Árna Stefán Árnason, sem kallar sig dýraverndarlögfræðing en hann hafði komið fram í YouTube myndbandinu og farið þar með eintómt fleipur. Enginn virðist hafa horft almennilega á þessa mynd. Hún samanstendur einvörðungu af ólöglega fengnu myndefni og alvarlegum rangfærslum. Þeir sem þekkja til hrossarétta og blóðtöku geta séð að ekkert kemur fram á þessum myndskeiðum sem ekki á sér eðlilegar skýringar. Það hafði bara enginn fyrir því að athuga það. Allir sem töldu að málið gæti mögulega orðið vandræðalegt fyrir þá, gleyptu matreiðslu AWF og lýstu vandlætingu sinni á þessari illu meðferð á skepnum. Við sem eigum þessar merar, að ég tali nú ekki um þá sem voru svo ólánssamir að lenda í þessu myndbandi, vorum skilin eftir til að verða grýtt af lýðnum. Sá sem henti fyrsta steininum var helsti talsmaður fátækra á Íslandi, Inga Sæland, boðberi mildi og manngæsku. Ég hef verið við búskap allt mitt líf og stundað hefðbundnar búgreinar á íslenska vísu. Enga búgrein hef ég stundað sem hefur verið undir eins miklu eftirliti og blóðmerahaldið. Matvælastofnun hefur fylgst með blóðtökumerum í áratugi og alla tíð leitað að vísbendingum um að blóðgjöfin skaði þær eða komi niður á heilsu þeirra. Ef einhver merki um slíkt hefðu komið fram, hefði stofnunin örugglega bundið endi á þessa starfsemi fyrir löngu. En merarnar eru spakar, hraustar, frjósamar og lifa langa æfi við góða heilsu. Það er gaman að búa með þessar merar. Þær eru dásamlegur bústofn og samskiptin við þær eru innihaldsrík og gefandi. Þeir sem búa með blóðmerar eru ýmist bændur sem hafa stundað þetta lengi eða unga fólkið sem er að hefja sinn búskap í sveitum landsins. Það eru hreint ekki miklir möguleikar fyrir ungt fólk úti á landi nú um stundir. Atvinnumöguleikar eru litlir, kaupið er lágt og allar búgreinar búa við samdrátt og erfiðleika. Við sem búum í sveit eða smáþorpi á Íslandi í dag erum ekki nema um sex prósent af fjölda fólks í landinu. Ofan á það spáir Hagstofan 60% samdrætti í mannfjölda við landbúnað, fiskveiðar og skógrækt til ársins 2035. Þetta eru þrettán ár. Við erum að hverfa. Ástandið í þjóðfélaginu er undarlegt þessa dagana. Lýðurinn heimtar blóð og fjölmiðlarnir renna á lyktina. Eftir að AWF myndbandið fór í loftið hafa fréttastofurnar misst heyrn og sjón og málefnaleg umfjöllun um merabúskap ekki verið á dagskrá. Einhverjir miðlar hafa rifjað upp þær staðreyndir sem áður voru settar fram um málið, en það hefur verið gert í hæðnistón. Sönnunargagnið liggur nefnilega fyrir á YouTube. Það þarf ekki að skoða málið frekar. Ég tala héðan úr fámenninu, þar sem við reynum að vinna fyrir okkur við sveitabúskap. Þessi rógsherferð gegn okkur bændum er óþolandi. Við erum nídd niður, þekking okkar og fagmennska að engu höfð og vísvitandi reynt að hafa af okkur lífsviðurværið með lygum og blekkingum. Ég bið fjölmiðlafólk, sem fer með fjórða valdið í þessu þjóðfélagi, að staldra við og skoða málið. Hvað hafið þið gert og hvaða málstað eruð þið að þjóna? Höfundur er búfræðikandídat, náttúru- og umhverfisfræðingur, mannréttindafrömuður og smali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Hestar Landbúnaður Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlarnir, sem fara með fjórða valdið, eru komnir alvarlega út af sporinu. Undanfarið hafa þeir gerst ginningarfífl nokkurra lýðskrumara (Ingu Sæland og félaga) og öfgamanna (útlendra dýraverndarsamtaka og innlendra nettrölla). Þetta þríeyki telur sig hafa flett ofan af þjóðfélagsmeininu dýraníði, sem bændur beiti hross á 119 bæjum hringinn í kringum landið og fjölmiðlarnir hafa útvarpað þessum boðskap viðstöðulaust. Upphaf þessa máls var frumvarp til laga um bann við blóðmerahaldi sem Inga Sæland lagði fram til Alþingis í febrúar 2021. Frumvarpið var sett fram af mikilli vanþekkingu og þar voru flestar fullyrðingar rangar. Allmargar athugasemdir bárust þinginu, þar sem leitast var við að greina frá helstu staðreyndum varðandi blóðmerahald og blóðtöku. Eftir að nýtt þing var loksins sett í byrjun vetrar eftir langt hlé, vildi svo undarlega til að útlendu öfgasamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) settu YouTube myndband í loftið, til þess gert að sýna hvernig bændur og dýralæknar níðast á blóðmerum á Íslandi. Þessi samtök dæla út nokkrum myndböndum í hverjum mánuði til að knýja starfsemi sína. Efnið er áróður gegn hvers kyns dýrahaldi ásamt því að auglýsa brjóstgæði samtakanna sjálfra. Tímasetning þessarar birtingar getur ekki verið tilviljun, því í kjölfarið stökk Inga Sæland aftur fram með frumvarp sitt fyrir hið nýja þing, nú með nýrri greinargerð. Hún grenjaði DÝRANÍÐ í öllum fjölmiðlum. Sönnunargagnið var YouTube myndband AWF. Fjölmiðlarnir tóku undir, hömpuðu ræmunni og kölluðu hana heimildarkvikmynd. Gagnrýnisleysið var algert. RÚV tók til dæmis drottningarviðtal við Árna Stefán Árnason, sem kallar sig dýraverndarlögfræðing en hann hafði komið fram í YouTube myndbandinu og farið þar með eintómt fleipur. Enginn virðist hafa horft almennilega á þessa mynd. Hún samanstendur einvörðungu af ólöglega fengnu myndefni og alvarlegum rangfærslum. Þeir sem þekkja til hrossarétta og blóðtöku geta séð að ekkert kemur fram á þessum myndskeiðum sem ekki á sér eðlilegar skýringar. Það hafði bara enginn fyrir því að athuga það. Allir sem töldu að málið gæti mögulega orðið vandræðalegt fyrir þá, gleyptu matreiðslu AWF og lýstu vandlætingu sinni á þessari illu meðferð á skepnum. Við sem eigum þessar merar, að ég tali nú ekki um þá sem voru svo ólánssamir að lenda í þessu myndbandi, vorum skilin eftir til að verða grýtt af lýðnum. Sá sem henti fyrsta steininum var helsti talsmaður fátækra á Íslandi, Inga Sæland, boðberi mildi og manngæsku. Ég hef verið við búskap allt mitt líf og stundað hefðbundnar búgreinar á íslenska vísu. Enga búgrein hef ég stundað sem hefur verið undir eins miklu eftirliti og blóðmerahaldið. Matvælastofnun hefur fylgst með blóðtökumerum í áratugi og alla tíð leitað að vísbendingum um að blóðgjöfin skaði þær eða komi niður á heilsu þeirra. Ef einhver merki um slíkt hefðu komið fram, hefði stofnunin örugglega bundið endi á þessa starfsemi fyrir löngu. En merarnar eru spakar, hraustar, frjósamar og lifa langa æfi við góða heilsu. Það er gaman að búa með þessar merar. Þær eru dásamlegur bústofn og samskiptin við þær eru innihaldsrík og gefandi. Þeir sem búa með blóðmerar eru ýmist bændur sem hafa stundað þetta lengi eða unga fólkið sem er að hefja sinn búskap í sveitum landsins. Það eru hreint ekki miklir möguleikar fyrir ungt fólk úti á landi nú um stundir. Atvinnumöguleikar eru litlir, kaupið er lágt og allar búgreinar búa við samdrátt og erfiðleika. Við sem búum í sveit eða smáþorpi á Íslandi í dag erum ekki nema um sex prósent af fjölda fólks í landinu. Ofan á það spáir Hagstofan 60% samdrætti í mannfjölda við landbúnað, fiskveiðar og skógrækt til ársins 2035. Þetta eru þrettán ár. Við erum að hverfa. Ástandið í þjóðfélaginu er undarlegt þessa dagana. Lýðurinn heimtar blóð og fjölmiðlarnir renna á lyktina. Eftir að AWF myndbandið fór í loftið hafa fréttastofurnar misst heyrn og sjón og málefnaleg umfjöllun um merabúskap ekki verið á dagskrá. Einhverjir miðlar hafa rifjað upp þær staðreyndir sem áður voru settar fram um málið, en það hefur verið gert í hæðnistón. Sönnunargagnið liggur nefnilega fyrir á YouTube. Það þarf ekki að skoða málið frekar. Ég tala héðan úr fámenninu, þar sem við reynum að vinna fyrir okkur við sveitabúskap. Þessi rógsherferð gegn okkur bændum er óþolandi. Við erum nídd niður, þekking okkar og fagmennska að engu höfð og vísvitandi reynt að hafa af okkur lífsviðurværið með lygum og blekkingum. Ég bið fjölmiðlafólk, sem fer með fjórða valdið í þessu þjóðfélagi, að staldra við og skoða málið. Hvað hafið þið gert og hvaða málstað eruð þið að þjóna? Höfundur er búfræðikandídat, náttúru- og umhverfisfræðingur, mannréttindafrömuður og smali.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun