Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 08:01 James Harden minnti heldur betur á sig gegn Los Angeles Clippers. getty/Will Navarro Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. Harden skoraði 39 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Hvoru tveggja er persónulegt met hjá honum í vetur. Hann fylgdi þar með eftir góðri frammistöðu sinni í sigri Brooklyn á hinu Los Angeles-liðinu, Lakers, á jóladag þar sem hann skoraði 36 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Another night, another huge game in Los Angeles for @JHarden13.He follows up his Christmas Day triple-double with 39 points and 15 assists in tonight's @BrooklynNets win! pic.twitter.com/EWqFjDMY10— NBA (@NBA) December 28, 2021 Nic Claxton og Patty Mills skoruðu átján stig hvor fyrir Brooklyn sem er í efsta sæti Austurdeildarinnar. Liðið í 2. sæti Austurdeildarinnar, Chicago Bulls, vann sinn fjórða leik í röð þegar það sótti Atlanta Hawks heim, 118-130. DeMar DeRozan heldur áfram að spila vel og skoraði 35 stig og gaf tíu stoðsendingar. Zach LaVine var með þrjátíu stig og níu stoðsendingar og Nikola Vucevic skoraði 24 stig og tók sautján fráköst. What a night for this @chicagobulls trio!@DeMar_DeRozan: 35 points, 10 assists (14-20 FGM)@ZachLaVine: 30 points, 9 assists, 5 threes@NikolaVucevic: 24 points, 17 rebounds, 6 assists, 4 blocks, 4 threes pic.twitter.com/LeUiarQKXQ— NBA (@NBA) December 28, 2021 Trae Young sneri aftur í lið Atlanta og skoraði 29 stig og gaf níu stoðsendingar. Cam Reddish var stigahæstur Haukanna með 33 stig. Ja Morant tryggði Memphis Grizzlies sigur á Phoenix Suns, 113-114, í hörkuleik í Arizona. Morant skoraði sigurkörfuna þegar hálf sekúnda var eftir. Ja for the win, through the lens of our slo-mo #PhantomCam @JaMorant: 33 PTS (21 in 2nd half) pic.twitter.com/xZVbN3LSr4— NBA (@NBA) December 28, 2021 Morant lauk leik með 33 stig og Desmond Bane var með 32 stig. Memphis hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. @JaMorant capped off a 33 point night with an unbelievable game winner for the @memgrizz! pic.twitter.com/0LKMqphvwS— NBA (@NBA) December 28, 2021 Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix sem hefur tapað tveimur leikjum í röð en er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt LA Clippers 108-124 Brooklyn Atlanta 118-130 Chicago Phoenix 113-114 Memphis Minnesota 108-103 Boston San Antonio 104-110 Utah Charlotte 123-99 Houston Portland 117-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Harden skoraði 39 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Hvoru tveggja er persónulegt met hjá honum í vetur. Hann fylgdi þar með eftir góðri frammistöðu sinni í sigri Brooklyn á hinu Los Angeles-liðinu, Lakers, á jóladag þar sem hann skoraði 36 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Another night, another huge game in Los Angeles for @JHarden13.He follows up his Christmas Day triple-double with 39 points and 15 assists in tonight's @BrooklynNets win! pic.twitter.com/EWqFjDMY10— NBA (@NBA) December 28, 2021 Nic Claxton og Patty Mills skoruðu átján stig hvor fyrir Brooklyn sem er í efsta sæti Austurdeildarinnar. Liðið í 2. sæti Austurdeildarinnar, Chicago Bulls, vann sinn fjórða leik í röð þegar það sótti Atlanta Hawks heim, 118-130. DeMar DeRozan heldur áfram að spila vel og skoraði 35 stig og gaf tíu stoðsendingar. Zach LaVine var með þrjátíu stig og níu stoðsendingar og Nikola Vucevic skoraði 24 stig og tók sautján fráköst. What a night for this @chicagobulls trio!@DeMar_DeRozan: 35 points, 10 assists (14-20 FGM)@ZachLaVine: 30 points, 9 assists, 5 threes@NikolaVucevic: 24 points, 17 rebounds, 6 assists, 4 blocks, 4 threes pic.twitter.com/LeUiarQKXQ— NBA (@NBA) December 28, 2021 Trae Young sneri aftur í lið Atlanta og skoraði 29 stig og gaf níu stoðsendingar. Cam Reddish var stigahæstur Haukanna með 33 stig. Ja Morant tryggði Memphis Grizzlies sigur á Phoenix Suns, 113-114, í hörkuleik í Arizona. Morant skoraði sigurkörfuna þegar hálf sekúnda var eftir. Ja for the win, through the lens of our slo-mo #PhantomCam @JaMorant: 33 PTS (21 in 2nd half) pic.twitter.com/xZVbN3LSr4— NBA (@NBA) December 28, 2021 Morant lauk leik með 33 stig og Desmond Bane var með 32 stig. Memphis hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. @JaMorant capped off a 33 point night with an unbelievable game winner for the @memgrizz! pic.twitter.com/0LKMqphvwS— NBA (@NBA) December 28, 2021 Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix sem hefur tapað tveimur leikjum í röð en er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt LA Clippers 108-124 Brooklyn Atlanta 118-130 Chicago Phoenix 113-114 Memphis Minnesota 108-103 Boston San Antonio 104-110 Utah Charlotte 123-99 Houston Portland 117-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
LA Clippers 108-124 Brooklyn Atlanta 118-130 Chicago Phoenix 113-114 Memphis Minnesota 108-103 Boston San Antonio 104-110 Utah Charlotte 123-99 Houston Portland 117-132 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira