Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Vésteinn Örn Pétursson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 21:38 Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“ Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Til stendur að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu bólusetningu við kórónuveirunni vikuna 10. til 14. janúar næstkomandi. Ráðgert er að börnin verði bólusett í skólum sínum, en umboðsmaður barna hefur gagnrýnt fyrirkomulagið. Mbl hefur eftir Salvöur Nordal, umboðsmanni barna, að fram hafi komið sterk viðbrögð frá foreldrum um að börn verði ekki bólusett í skólum. Rökin að baki því séu meðal annars að bólusetningarstaða barnanna séu persónuupplýsingar, sem yrðu eðli málsins samkvæmt opinberar gagnvart skólafélögum þeirra og foreldrum annarra barna, færu bólusetningarnar fram í skólum. Því vilji umboðsmaður að börn, hvers foreldrar kjósa að þiggja bólusetningu fyrir börn sín, verði bólusett á heilsugæslustöðvum. Ráðuneytin ræða málið Ásmundur segir málið til skoðunar. „Það hafa verið skiptar skoðanir um það og við skulum bara leyfa þeirri umræðu að gerjast aðeins.“ Hann segir ráðuneyti sitt hafa átt samtöl við sóttvarnalækni, heilbrigðisráðuneytið og umboðsmann barna um málið. Þó sé ekki kominn endanlegur botn í það. En þín skoðun á því, finnst þér rétt að það sé verið að bólusetja í skólum? „Það er auðvitað bólusett mikið í skólum í dag og ég skil þau sjónarmið sem þarna koma fram, meðal annars hjá umboðsmanni barna. Þetta er eitthvað sem er einfaldlega í skoðun og er í samtali á milli þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli.“
Bólusetningar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Heilsugæsla Tengdar fréttir Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09 „Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3. janúar 2022 20:09
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3. janúar 2022 18:10
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn á leikskóla með kvef Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 17:16