Þetta kemur fram í tilkynningu á vef flugfélagsins. Þar segir að allir farþegar verði sjálfkrafa endurbókaðir og ný ferðaáætlun send á netfang þeirra. Því þurfi farþegar ekki að hafa samband við flugfélagið nema hin nýja ferðaáætlun henti ekki.
Veðurspár gera ráð fyrir því að lægð frá Bandaríkjunum gangi á land á Íslandi á fimmtudag. Um er að ræða einstaklega djúpa lægð, sem veðurfræðingar hafa sagt með þeim allra dýpstu sem sést hafa hér á landi.