Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 20:45 Frakkar hafa sektað Facebook og Google um 210 milljónir evra. Getty Images Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra. Vefkökur eru, samkvæmt vefsíðu Persónuverndar, lítil textaskrá sem vistuð er í tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Eins og þeir sem nota Internetið kannast eflaust við, kemur reglulega upp hlekkur við heimsókn á vefsíðu um hvort notandi vilji samþykkja notkun vefkaka á vefnum. Frakkar segja að Google og Facebook hafi gert notendum erfiðara fyrir að hafna notkun vefkaka.Persónuvernd Persónuvernd í Frakklandi segir að fyrirtækin hafi stillt skilmálum upp með þeim hætti að aðeins einn smell þurfi til að samþykkja notkun vefkaka. Vilji notendur neita, þurfi að fara töluvert flóknari leið. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Leitarvélin Google var því sektuð um 150 milljónir evra og samfélagsmiðillinn Facebook um 60 milljónir evra. Fyrirtækin hafa þrjá mánuði til að bregðast við, ella leggjast 100.000 evra dagsektir við sektina. Fyrirtækin hafa bæði gefið út yfirlýsingu um að þau muni bregðast hratt við: „Fólk treystir okkur til að virða einkalíf þess og við áttum okkur þeirri ábyrgð sem því fylgir. Við munum að sjálfsögðu vinna með frönskum yfirvöldum í ljósi ákvörðunarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Google. Persónuvernd Frakkland Facebook Google Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vefkökur eru, samkvæmt vefsíðu Persónuverndar, lítil textaskrá sem vistuð er í tölvu eða öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Eins og þeir sem nota Internetið kannast eflaust við, kemur reglulega upp hlekkur við heimsókn á vefsíðu um hvort notandi vilji samþykkja notkun vefkaka á vefnum. Frakkar segja að Google og Facebook hafi gert notendum erfiðara fyrir að hafna notkun vefkaka.Persónuvernd Persónuvernd í Frakklandi segir að fyrirtækin hafi stillt skilmálum upp með þeim hætti að aðeins einn smell þurfi til að samþykkja notkun vefkaka. Vilji notendur neita, þurfi að fara töluvert flóknari leið. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Leitarvélin Google var því sektuð um 150 milljónir evra og samfélagsmiðillinn Facebook um 60 milljónir evra. Fyrirtækin hafa þrjá mánuði til að bregðast við, ella leggjast 100.000 evra dagsektir við sektina. Fyrirtækin hafa bæði gefið út yfirlýsingu um að þau muni bregðast hratt við: „Fólk treystir okkur til að virða einkalíf þess og við áttum okkur þeirri ábyrgð sem því fylgir. Við munum að sjálfsögðu vinna með frönskum yfirvöldum í ljósi ákvörðunarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Google.
Persónuvernd Frakkland Facebook Google Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent