Pabbi Djokovic: „Þeir ætla að krossfesta Novak eins og jesú“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Srdan Dojkovic notaði gjallarhorn til að koma skilaboðum sínum áleiðis. getty/Srdjan Stevanovic Foreldrar serbneska tenniskappans Novaks Djokovic eru afar ósátt við áströlsk stjórnvöld meinuðu honum að koma inn í landið vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla. Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Djokovic er ekki bólusettur fyrir kórónuveirunni en fékk undanþágu frá bólusetningarskilyrði til að geta keppt á Opna ástralska meistaramótinu. Þrátt fyrir þetta var för Djokovic á landamærunum stöðvuð, hann yfirheyrður og í kjölfarið fluttur á sóttkvíarhótel í Melbourne. Hann verður þar fram á mánudag þegar ákvörðun verður tekin hvort honum verði hleypt inn í landið og þannig freistað þess að verja titil sinn á Opna ástralska. Fjölskylda Djokovic boðaði til blaðamannafundar í gær þar sem þau sögðu áströlskum stjórnvöldum til syndana og spöruðu ekki stóru orðin. „Jesús var krossfestur og píndur en hann þraukaði og lifir enn meðal vor,“ sagði Srdjan Djokovic. „Þeir ætla að krossfesta Novak á sama hátt, vanmeta hann, fleygja honum á hnén og gera allt við hann.“ Móðir Djokovic, Dijana, lét forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, heyra það. „Þú, forsætisráðherra þessa fjarlæga, fallega lands. Þú hegðar þér samkvæmt þínum gildum sem hafa ekkert með okkar gildi að gera. Við erum mennsk, ekki þú.“ Dijana lýsti svo aðstæðum sonar síns á sóttkvíarhótelinu í Melbourne. „Aðstæður eru skelfilegar. Þetta er bara lítið innflytjendahótel. Með skordýrum, það er skítugt og maturinn er hræðilegur. Þau vilja ekki gefa honum kost á að fara á betra hótel eða í leiguíbúð,“ sagði Dijana og bætti því við að Novak ætti í vandræðum með svefn. Serbnesk stjórnvöld, þar á meðal forsetinn Aleksandar Vucic, hafa einnig gagnrýnt meðferðina á Djokovic sem er skærasta íþróttastjarna Serbíu. Hann hefur unnið tuttugu risatitla á ferlinum og er sigursælastur í sögu Opna ástralska með níu titla.
Tennis Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Serbía Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira