Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 15:14 Lögreglan á Suðurnesjum vonar að breytingin muni ekki hafa neikvæð áhrif á samskipti borgaranna við embættið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. „Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent