Vísindamenn anda léttar Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 21:46 James Webb-geimsjónaukinn er nú opinn og lýkur ferðalagi sínu þann 23. janúar. Vonast er til að hægt verði að taka fyrstu myndirnar með honum í sumar. NASA GSFC/CIL/Adriana Manrique Gutierrez Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. Fjölmargir hlutir þurftu að ganga eftir, einn á eftir öðrum, við opnun sjónaukans en hefði það ekki gerst, gæti sjónaukinn, sem kostaði um tíu milljarða dala, hafa verið ónothæfur. Bill Nelson, yfirmaður NASA, sagði í tilkynningu sem birt var um helgina að um merkan áfanga væri að ræða sem hafði áratuga aðdraganda. Hann sagði að þó ferðinni væri ekki lokið andaði hann og þeir sem að JWST koma aðeins léttar. „James Webb-geimsjónaukinn er fordæmalaust verkefni sem er nærri því að sjá ljósið frá fyrstu stjörnuþokunum og uppgötva leyndardóma alheims okkar.“ JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. #NASAWebb is fully deployed! 🎉With the successful deployment & latching of our last mirror wing, that's:50 major deployments, complete.178 pins, released.20+ years of work, realized.Next to #UnfoldTheUniverse: traveling out to our orbital destination of Lagrange point 2! pic.twitter.com/mDfmlaszzV— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022 JWST er nú á leið á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Eins og komið var inn á í fyrri frétt um sjónaukann er það einn nokkurra staða sem verða til út frá þyngdarkrafti jarðarinnar annars vegar og sólarinnar hins vegar. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni, jörðinni og tunglinu. Þangað mun sjónaukinn koma þann 23. janúar, samkvæmt áætlunum. Þá verður hann í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Þá hefur verið gefið út að útlit sé fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í mun fleiri ár en vonir stóðu til, vegna þess hve vel geimskotið á jóladag heppnaðist. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. Nú er útlit fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í heil tuttugu ár vegna þess hve mikið eldsneyti hann á eftir. Þegar sjónaukanum var skotið á loft var mjög mikilvægt að hann færi ekki of hratt af stað frá jörðu. Það var vegna þess að ekki var mögulegt að hægja á sjónaukanum, heldur eingöngu auka hraða hans. Til þess að hægja á honum hefði þurft að snúa honum í átt að sólu og við það hefðu speglar hans og skynjarar hitnað of mikið og skemmst. Geimskotið var þó svo gífurlega nákvæmt að lítið þurfti að auka hraða JWST og því er nægt eldsneyti á honum til um tuttugu ára. Áður en hægt verður að nota geimsjónaukanna þarf að kæla hann verulega og svo stilla spegla hans af mikilli nákvæmni. Til þess verður notast við 126 smáa mótora í sjónaukanum. Áætlað er að þessar stillingar muni stillingin taka um fimm mánuði. Vonast er til þess að sjónaukinn taki fyrstu myndirnar í sumar. What's next for #NASAWebb's mirrors? Once cold enough, and with the help of a star as a target, tiny motors will be used by our team to precisely align and shape each segment so all 18 will perform as one mirror. More: https://t.co/tPyWOyQQW0 pic.twitter.com/gsGhajRSFZ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022 James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fjölmargir hlutir þurftu að ganga eftir, einn á eftir öðrum, við opnun sjónaukans en hefði það ekki gerst, gæti sjónaukinn, sem kostaði um tíu milljarða dala, hafa verið ónothæfur. Bill Nelson, yfirmaður NASA, sagði í tilkynningu sem birt var um helgina að um merkan áfanga væri að ræða sem hafði áratuga aðdraganda. Hann sagði að þó ferðinni væri ekki lokið andaði hann og þeir sem að JWST koma aðeins léttar. „James Webb-geimsjónaukinn er fordæmalaust verkefni sem er nærri því að sjá ljósið frá fyrstu stjörnuþokunum og uppgötva leyndardóma alheims okkar.“ JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. #NASAWebb is fully deployed! 🎉With the successful deployment & latching of our last mirror wing, that's:50 major deployments, complete.178 pins, released.20+ years of work, realized.Next to #UnfoldTheUniverse: traveling out to our orbital destination of Lagrange point 2! pic.twitter.com/mDfmlaszzV— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022 JWST er nú á leið á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Eins og komið var inn á í fyrri frétt um sjónaukann er það einn nokkurra staða sem verða til út frá þyngdarkrafti jarðarinnar annars vegar og sólarinnar hins vegar. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni, jörðinni og tunglinu. Þangað mun sjónaukinn koma þann 23. janúar, samkvæmt áætlunum. Þá verður hann í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu. Þá hefur verið gefið út að útlit sé fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í mun fleiri ár en vonir stóðu til, vegna þess hve vel geimskotið á jóladag heppnaðist. Lagt var upp með það að JWST yrði starfræktur í minnst fimm ár og var vonast eftir tíu árum. Nú er útlit fyrir að hægt verði að nota sjónaukann í heil tuttugu ár vegna þess hve mikið eldsneyti hann á eftir. Þegar sjónaukanum var skotið á loft var mjög mikilvægt að hann færi ekki of hratt af stað frá jörðu. Það var vegna þess að ekki var mögulegt að hægja á sjónaukanum, heldur eingöngu auka hraða hans. Til þess að hægja á honum hefði þurft að snúa honum í átt að sólu og við það hefðu speglar hans og skynjarar hitnað of mikið og skemmst. Geimskotið var þó svo gífurlega nákvæmt að lítið þurfti að auka hraða JWST og því er nægt eldsneyti á honum til um tuttugu ára. Áður en hægt verður að nota geimsjónaukanna þarf að kæla hann verulega og svo stilla spegla hans af mikilli nákvæmni. Til þess verður notast við 126 smáa mótora í sjónaukanum. Áætlað er að þessar stillingar muni stillingin taka um fimm mánuði. Vonast er til þess að sjónaukinn taki fyrstu myndirnar í sumar. What's next for #NASAWebb's mirrors? Once cold enough, and with the help of a star as a target, tiny motors will be used by our team to precisely align and shape each segment so all 18 will perform as one mirror. More: https://t.co/tPyWOyQQW0 pic.twitter.com/gsGhajRSFZ— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 8, 2022
James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44