Lögregla sökuð um að hygla valdamönnum vegna teitisins í ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 22:14 Lögreglan í Lundúnum hefur verið sökuð um að hygla valdamönnum fyrir að hafa ekki rannsakað meint sóttvarnabrot í teiti sem haldið var í forsætisráðuneyti Englands í maí 2020 þegar aðeins tveir máttu koma saman utandyra. Getty/Leon Neal Lögregluembætti Lundúna hefur verið sakað um að hygla valdamönnum með því að hafa ekki rannsakað teiti sem haldin voru í forsætisráðuneytinu þvert á samkomutakmarkanir. Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira