„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 12:21 Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia. Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“ Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“
Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53