Valfrelsi í orði en ekki á borði Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2022 07:30 Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna. Skólar í rekstri sveitarfélagsins voru þrír, tveir þeirra eingöngu ætlaðir yngsta og miðstigi grunnskólans og einn safnskóli fyrir alla unglinga sveitarfélagsins. Að auki voru tveir sjálfstætt starfandi skólar, sem foreldrar gátu valið án viðbótar kostnaðar. Valið var skýrt, annars vegar sjálfstætt starfandi skóli og hins vegar hverfisskóli á yngsta og miðstigi grunnskólans. Nú er öldin allt önnur. Garðabær er annað og stærra sveitarfélag, nýtt hverfi byggist upp á ógnarhraða og uppbygging á fleiri nýjum hverfum í undirbúningi. Íbúum hefur fjölgað hratt og fjölskyldur velja Garðabæ til búsetu vegna þess að þær reikna með að íbúar hafi áfram val um skóla, óháð því í hvaða hverfi sveitarfélagsins þær kjósa að búa. En er það svo? Hafa foreldrar raunverulegt val um skóla af sömu gæðum, skóla sem bjóða upp á sambærilegt námsval og þær aðstæður sem þykja bestar fyrir fjölbreytilegan nemendahóp? Mistök við hraða uppbyggingu Við sem höfum kosið að starfa fyrir íbúa sveitarfélagsins vitum að það sem skiptir öllu máli fyrir barnafjölskyldur er nálægð við leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundastarf, samfellan í degi barnanna og öryggi í samgöngum. Því miður sjáum við að ýmislegt hefur farið úrskeiðis við þessa hröðu uppbyggingu þegar litið er til raunveruleikans sem blasir við í Urriðaholtinu. Þar er ekki við neinn að sakast nema meirihluta bæjarstjórnar, sem hafði öll tækifæri til að standa undir væntingum íbúanna. Meirihlutinn hefði hæglega getað byggt þjónustu upp hraðar en hefur kosið að gera það ekki, því skuldahlutfall og skuldaviðmið í rekstri sveitarfélagsins hafa verið langt undir viðmiðum og útsvarsprósenta í algjöru lágmarki. Tækifærin á kjörtímabilinu til að gera betur blöstu við. Hæglega hefði mátt taka lán eða hækka útsvar tímabundið til að mæta óvenju hraðri íbúafjölgun, en þar virðist bæði hafa skort vilja og kjark. Vissulega sogaði bygging fjölnota íþróttahúss til sín um 5 milljarða króna, en við höfðum samt svigrúm til að gera betur. Meirihlutinn kaus hins vegar að halda samfélaginu í einhvers konar gíslingu gamalla ákvarðana. Þær skulu standa, án nokkurrar rýni eða endurskoðunar um í hverju valfrelsið felst í raun og veru. Það er nefnilega bara í orði, en ekki á borði. Unglingarnir, um 40 ungmenni geta ekki stundað nám í hverfinu sínu. Þeir hafa ekkert val. Veljum raunverulegt val og alvöru uppbyggingu nýrra hverfa Þetta ráðaleysi hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar, að ýta undir brotthvarf fjölskyldna úr nýja hverfinu. Nærþjónusta við barnafjölskyldur er einfaldlega léleg. Leikskólarými vantar og grunnskólinn er ekki byggður upp á þeim hraða sem þörf er á til að tryggja þetta margumrædda valfrelsi, gæði og möguleika á samfellu skóla, íþrótta- og tómstundastarfs. Þegar þetta skortir leitar barnafólk eðlilega annað. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að tryggja að samfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess og kerfi gangi hnökralaust, í þágu íbúanna. Þegar við blasir að það hefur mistekist er ekki í boði að leggja árar í bát. Þvert á móti, við verðum að leggjast fastar á þær og sýna að í Garðabæ er hægt að hafa góða þjónustu fyrir íbúana og alvöru valfrelsi um skóla. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna. Skólar í rekstri sveitarfélagsins voru þrír, tveir þeirra eingöngu ætlaðir yngsta og miðstigi grunnskólans og einn safnskóli fyrir alla unglinga sveitarfélagsins. Að auki voru tveir sjálfstætt starfandi skólar, sem foreldrar gátu valið án viðbótar kostnaðar. Valið var skýrt, annars vegar sjálfstætt starfandi skóli og hins vegar hverfisskóli á yngsta og miðstigi grunnskólans. Nú er öldin allt önnur. Garðabær er annað og stærra sveitarfélag, nýtt hverfi byggist upp á ógnarhraða og uppbygging á fleiri nýjum hverfum í undirbúningi. Íbúum hefur fjölgað hratt og fjölskyldur velja Garðabæ til búsetu vegna þess að þær reikna með að íbúar hafi áfram val um skóla, óháð því í hvaða hverfi sveitarfélagsins þær kjósa að búa. En er það svo? Hafa foreldrar raunverulegt val um skóla af sömu gæðum, skóla sem bjóða upp á sambærilegt námsval og þær aðstæður sem þykja bestar fyrir fjölbreytilegan nemendahóp? Mistök við hraða uppbyggingu Við sem höfum kosið að starfa fyrir íbúa sveitarfélagsins vitum að það sem skiptir öllu máli fyrir barnafjölskyldur er nálægð við leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundastarf, samfellan í degi barnanna og öryggi í samgöngum. Því miður sjáum við að ýmislegt hefur farið úrskeiðis við þessa hröðu uppbyggingu þegar litið er til raunveruleikans sem blasir við í Urriðaholtinu. Þar er ekki við neinn að sakast nema meirihluta bæjarstjórnar, sem hafði öll tækifæri til að standa undir væntingum íbúanna. Meirihlutinn hefði hæglega getað byggt þjónustu upp hraðar en hefur kosið að gera það ekki, því skuldahlutfall og skuldaviðmið í rekstri sveitarfélagsins hafa verið langt undir viðmiðum og útsvarsprósenta í algjöru lágmarki. Tækifærin á kjörtímabilinu til að gera betur blöstu við. Hæglega hefði mátt taka lán eða hækka útsvar tímabundið til að mæta óvenju hraðri íbúafjölgun, en þar virðist bæði hafa skort vilja og kjark. Vissulega sogaði bygging fjölnota íþróttahúss til sín um 5 milljarða króna, en við höfðum samt svigrúm til að gera betur. Meirihlutinn kaus hins vegar að halda samfélaginu í einhvers konar gíslingu gamalla ákvarðana. Þær skulu standa, án nokkurrar rýni eða endurskoðunar um í hverju valfrelsið felst í raun og veru. Það er nefnilega bara í orði, en ekki á borði. Unglingarnir, um 40 ungmenni geta ekki stundað nám í hverfinu sínu. Þeir hafa ekkert val. Veljum raunverulegt val og alvöru uppbyggingu nýrra hverfa Þetta ráðaleysi hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar, að ýta undir brotthvarf fjölskyldna úr nýja hverfinu. Nærþjónusta við barnafjölskyldur er einfaldlega léleg. Leikskólarými vantar og grunnskólinn er ekki byggður upp á þeim hraða sem þörf er á til að tryggja þetta margumrædda valfrelsi, gæði og möguleika á samfellu skóla, íþrótta- og tómstundastarfs. Þegar þetta skortir leitar barnafólk eðlilega annað. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að tryggja að samfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess og kerfi gangi hnökralaust, í þágu íbúanna. Þegar við blasir að það hefur mistekist er ekki í boði að leggja árar í bát. Þvert á móti, við verðum að leggjast fastar á þær og sýna að í Garðabæ er hægt að hafa góða þjónustu fyrir íbúana og alvöru valfrelsi um skóla. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun