Hvað er eiginlega þetta Be Real? Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 21:01 Fréttamaður mundar hér nýtekið BeReal af viðmælendum sínum, þriðja árs nemum í Verzló. Vísir/Egill Ungmenni fagna tilkomu nýs samfélagsmiðils sem leggur höfuðáhersu á hversdagsleikann og hafnar stílíseruðum glamúr miðla á borð við Instagram. Þau telja miðilinn kominn til að vera. Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real. Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira
Samfélagsmiðlinum Be Real var hleypt af stokkunum árið 2020 en vinsældir hans jukust hratt í fyrra. Undir lok árs hafði hann stimplað sig rækilega inn í samfélagsmiðlaflóru Íslendinga en smáforritið er einmitt núna á toppi lista yfir þau forrit sem flestir hlaða niður í síma sína um þessar mundir. Rúnar Vilberg Nafnið Be Real gæti útlagst á íslensku sem „Vertu ekta“ og í nafninu er virknin einmitt fólgin. Notendur fá allir í einu meldingu eins og sést hér fyrir ofan í símann einu sinni á dag, á handahófskenndum tíma í hvert sinn, og hafa þar með tvær mínútur til að birta mynd úr sínu daglega amstri. „Þetta heitir Be Real og þú verður að vera Real. Þú mátt ekki beila á að gera þetta. Þú verður að gera þetta. Annars ertu bara lélegur,“ segir Gústav Nilsson, nemi á þriðja ári í Verzlunarskóla Íslands. Skólasystkinin Gústav Nilsson, Emma Sól Jónsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir og Kári Freyr Kristinsson.Vísir/Egill Ekki eftirsóknarvert að birting taki nokkrar tilraunir Já, á Be Real eiga notendur nefnilega að virða tímamörkin, til þess er leikurinn gerður. Myndir sem berast seint, eða hafa jafnvel verið teknar í annarri eða þriðju atrennu, eru kirfilega merktar. „En þá sérðu kannski; þessi reyndi þrisvar að taka myndina,“ segir Emma Sól Jónsdóttir nemandi Verzlunarskólans, og svipurinn gefur til kynna að það þyki ef til vill ekki nógu gott. Gústav tekur undir. „Þá er sú manneskja að vanda sig alltof mikið, það er ekki „Be Real“,“ segir hann. Enginn filter Krakkarnir segja miðilinn kominn til að vera, einkum vegna þess að hann krefjist ekki fullkomnunar eins og til dæmis Instagram. „Ég held að þetta sé að reyna að vinna á móti samfélagsmiðlunum þar sem er geggjuð glansmynd. Þetta er bara núna,“ segir Emma. „Og enginn filter sem þú getur sett á þetta eða neitt,“ bætir Hrafnhildur Árnadóttir við. Kári Freyr Kristinsson tekur í sama streng. „Ég allavega pæli ekki ég þarf að líta vel út, ég bara pósta því sem ég er að gera núna. Það er sjarminn við þetta.“ Viðtal við þau Gústav, Emmu, Hrafnhildi og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, sem og tilraun fréttamanns til að birta sjálfur mynd á Be Real.
Tækni Samfélagsmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Sjá meira